top of page

Upplýsingapakki UU fyrir COP28

Updated: Dec 1, 2023

Also available in English here.


Kynnið ykkur allt um COP28 og fylgist með gangi mála á meðan ráðstefnunni stendur með þessum upplýsingapakka Ungra umhverfissinna!


Hin árlega loftslagsráðstefna Sþ. er rétt handan við hornið. Í fyrra fór ráðstefnan (COP27) fram í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi, en í ár mun COP28 fara fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.


Þessar ráðstefnur eru gríðarlega mikilvægar þar sem þetta er vettvangur sem gerir ríkjum heims kleift að sammælast um loftslagsaðgerðir á hnattrænum skala og vinna í sameiningu að sameiginlegum markmiðum. Það er ljóst að árangurinn hingað til hefur ekki verið nægur og er mikilvægt að metnaðurinn verði aukinn á ráðstefnunni í ár til að halda í möguleikan á að takmarka hlýnun Jarðar við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu.


En loftslagsmálin geta verið flókin og það getur verið erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega þessar ráðstefnur snúast um, hvernig þær virka og hvað nákvæmlega er að gerast á þeim. Þess vegna höfum við tekið saman þennan upplýsingapakka í aðdraganda COP28 til að auðvelda ykkur að kynna ykkur málin og fylgjast með gangi mála næstu tvær vikurnar.


Í þessum upplýsingapakka er að finna nýjustu skýrslur um loftslagsmál, alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, fréttagreinar um hvers má vænta af COP28, hlaðvörp, myndbönd, og fleira. Listinn sem við höfum tekið saman er alls ekki tæmandi en ætti að telja upp helstu upplýsingarnar sem eru viðeigandi í aðdraganda COP28. Ef það er eitthvað sem við höfum gleymt að setja á listann og þið haldið að eigi heima þar megið þið endilega láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst (cody@umhverfissinnar.is).


Við vonum að upplýsingapakkinn komi að góðum notum og hlökkum til að deila okkar upplifun og þátttöku á COP28 með ykkur á samfélagsmiðlum okkar á meðan ráðstefnunni stendur!


Við mælum sérstaklega með þessu efni:


Skýrslur


  • Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC)

  • Samantekt af nýjustu og bestu loftslagsvísindum sem gefur góða mynd af því hvar við stöndum þegar kemur að loftslagsbreytingum


  • Nýjasta skýrsla Umhverfisstofnun Sþ. um losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu

  • Þessi skýrsla er gefin út árlega og gefur hún mynd af því hversu stór bil er milli þeirrar losunar sem er líklegt að verði og kolefnisforðans sem við eigum eftir til að halda hlýnun Jarðar innan við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu


  • Samantekt og greining á landsframlögum allra landa til Parísarsáttmálans

  • Gefur mynd af því hvert við stefnum þegar kemur að loftslagsmálum (aðallega varðandi losun og hversu mikil hlýnun verður, en einnig varðandi aðlögun að loftslgasbreytingum)


  • Ný skýrsla um stöðu loftslagsaðgerða á heimsvísu

  • Unnin sameiginlega af nokkrum stofnunum og samtökum (World Resource Institute, Climate Action Tracker, o.fl)

  • Helstu niðurstöður: skýrslan sýnir fram á að árangur loftslagsaðgerða er allt of lítill - 41 af 42 árangursvísum eru ,,not on track’’ eða ekki á réttri leið. Helmingur þessara árangursvísa eru merktir sem ,,well off track’’ eða langt frá því að vera á réttri leið og sex vísar eru merktir sem ,,heading in the wrong direction’’ eða á leið í öfuga átt.


Hér má sjá fleiri loftslagstengdar skýrslur frá Sameinuðu þjóðunum.


Skýrslur sérstaklega tengdar Íslandi:


  • Formleg skýrsla Íslands til Rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar (UNFCCC) um losun Íslands frá 1990 til 2020 (losunarbókhald Íslands)

  • Hér má finna upplýsingar um hvað nákvæmlega svona NIR skýrslur eru og hvers vegna þær eru mikilvægar


  • Alþjóðleg skuldbinding Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum

  • Hér má finna upplýsingar um landsframlög (e. NDC) annara landa og hvað þetta fyrirbæri landsframlag er


Vefsíður


  • Heimasíða COP28


  • Heimasíða Rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar

  • Hér er hægt að nálgast öll skjöl sem verið er að ræða á COP28 og endanlegu samþykktir ráðstefnunnar (frekar tæknilegt og ekki endilega auðvelt að skilja)

  • Einnig er hægt að sjá fréttir á þessari vefsíðu sem útskýra á einfaldara máli hvað er um að vera á ráðstefnunni


  • Óháð samtök sem taka saman og meta loftslagsaðgerðir landa víða um heim og setja upplýsingarnar fram á aðgengilegan hátt


Vefsíður tengdar Íslandi:


  • Hér má finna mikið og fjölbreytt efni um stöðu loftslagsmála á Íslandi og almennt á heimsvísu og mat Loftslagsráðs Íslands í þessum efnum.


  • Hér má finna ýmsar upplýsingar um loftslagsmál á Íslandi, t.d. Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum


  • Á þessari vefsíðu má finna ýmsar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

  • Hér er svo að finna bráðabyrgðaútreikninga Umhverfisstofnunar um losun Íslands árið 2022


  • Birna Sigrún Hallsdóttir sér um þessa vefsíðu og tekur hún saman ýmsan fróðleik um loftslagsmál og málefni hafsins á aðgengilegan hátt (t.d. má finna upplýsingar um losun og skuldbindingar Íslands ásamt samantekt hugtaka og orðskýringa)


Fréttagreinar


  • Samantekt frá Sþ. um hvers má vænta á COP28 og hvernig hægt er að fylgjast með gangi mála


  • Grein frá samtökunum The Nature Conservancy um hvað COP28 er, mikilvægi ráðstefnunnar og hverju má búast við


  • BBC fjallar um COP28 ráðstefnuna og mikilvægi hennar


  • Frétt á heimasíðu Sþ. þar sem vitnað er í Antonio Guterres, aðalritara Sþ., þegar hann tjáði sig um hvað þyrfti að gerast á COP28


  • Ein vandaðasta og umfangsmesta fréttaumfjöllun um umhverfis og loftslagsmál er hjá miðlinum The Guardian og mælum við með að fylgjast með COP28 yfirlits síðunni þeirra þar sem greinar tengdar ráðstefnunni munu birtast í rauntíma


Hlaðvörp


  • Vikulegt hlaðvarp um ýmis málefni tengd loftslagsbreytingum (ein spurning tekin fyrir í hverri viku og mismunandi sjónarhorn skoðuð á einföldu máli)

  • Líklegt að COP28 verði til umfjöllunar í hlaðvarpinu á næstu vikum


  • Vikulegt hlaðvarp þar sem fjallað er um loftslagsmál, yfirleitt út frá sjónarhorni stjórnmála (aðeins tæknilegra og flóknara hlaðvarp í samanburði við The Climate Question)

  • Einn þáttastjórnendana er hún Christiana Figueres sem var formaður UNFCCC 2015 þegar Parísarsáttmálinn var samþykktur

  • Líklegt að COP28 verði til umfjöllunar í hlaðvarpinu á næstu vikum


  • Þetta hlaðvarp hefur birt nokkra þætti að undanförnu sem fjalla um aðdragandann að COP28 þar sem fengnir eru háttsettir viðmælendur svo sem fræðifólk, samningafólk og stjórnmálamenn frá öllum heimsins hornum


Myndbönd


  • Archie Young, formaður Bresku sendinefndarinnar til COP27 útskýrir stuttlega hvað samningafólk eins og hann gerir á slíkum ráðstefnum


Samfélagsmiðlar sem er gott að fylgjast með


Ungir umhverfissinnar (Instagram / Facebook)

  • Við verðum með regluleg innlegg bæði um okkar þátttöku á ráðstefnunni og um ganga málana á meðan COP28 stendur


Instagram:


Twitter:


Ítarefni


  • Ítarleg samantekt frá skipuleggjendum COP27 í samstarfi við ungt fólk um sögu loftslagsmála á vettvangi Sþ., hvernig svona ráðstefnur virka, og megin málefnin sem verða til umræðu á COP27 (þetta skjal var ekki uppfært síðan í fyrra en er gagnlegt engu að síður)


  • Ítarleg samantekt frá UNFCCC um vinnuna sem átti sér stað milli COP27 og COP28 (og hvers má vænta á COP28)


  • Sameiginlegt minnisblað frá formönnum undirnefnda Parísarsáttmálans í aðdraganda COP28 (staða málana og hvers má vænta í þessum málaflokki á COP28)


  • Aðalsamþykkt COP26 sem var haldin í Glasgow í nóvember 2021


  • Árið 2015 var þessi merkilegi sáttmáli samþykktur í París á COP21

  • Sáttmálinn kveður á um að takmarka skuli hlýnun Jarðar frá iðnbyltingu um 2 gráður, þó allra helst við 1.5 gráðu

  • Hér má finna upplýsingar um innihald Parísarsáttmálans og hvernig hann virkar


  • Árið 1992 varð þetta fyrsti samningurinn um loftslagsmál sem var samþykktur á vettvangi Sþ. og byggir núverandi starf um loftslagsmál á vettvangi Sþ. enn á þessum grunn samningi


Þessi upplýsingapakki var unnin af Cody Alexander Skahan, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna, og Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna. Fyrir athugasemdir, vinsamlegast sendið töluvpóst á cody@umhverfissinnar.is.

bottom of page