top of page

Nefndir Ungra umhverfissinna

Félagasamtökin Ungir umhverfissinnar reka fjórar fastanefndir um ólík málefni innan umhverfisverndar. Fulltrúi hverrar nefndar situr í stjórn Ungra umhverfissinna en í hverri nefnd er einnig sex manna meðstjórn. Hver nefnd fundar að minnsta kosti einu sinni í mánuði og eru allir meðlimir Ungra umhverfissinna velkomnir á þá fundi. 

Loftslagsmál-1.2.jpg

Loftslagsnefnd

Undir loftslagsnefnd falla þau mál sem tengjast loftslagsbreytingum, hvort sem það eru lagaleg ákvæði, samfélagsleg ábyrgð eða ógnir loftslagsbreytinga við lífi jarðar.

Náttúruverndarnefnd

Undir náttúruverndarnefnd falla öll þau málefni er tengjast náttúrunni og vernd hennar. Þar má m.a. nefna verndarsvæði, verndun einstakra tegunda eða jarðfræðilegra fyrirbæra.

Náttúruvernd-01.jpg
Hringrásarhagkerfi-1.2.jpg

Hringrásarnefnd

Undir Hringrásarhagkerfisnefnd falla öll þau mál er varða skipti yfir í hringrásarhagkerfi (e. circular economy). Má þar nefna orkumál, úrgangsmál, sjálfbæra matvælaframleiðslu og margt fleira.

Kynningarnefnd

Undir kynningar- og fræðslunefnd falla þau mál er varða sýn félagsins út á við ásamt fræðslu til almennings. Nefndin sér um samfélagsmiðla félagsins og heldur utan um framhaldsskólakynningar svo fátt eitt sé nefnt.

Kynning-Fræðsla-1.2.jpg
bottom of page