top of page

Sólin, arkíf og verkfærakista

Til hamingju! Þú hefur fundið Sólin, arkíf og verkfærakista sem er bókverk um Sólina: einkunnagjöf Ungra umhverfissinna í aðdraganda þingkosninga 2021 :)

Hópur ungs fólks tók sig saman og útbjó kvarða til að meta stefnur stjórnmálaflokka út frá umhverssjónarmiðum og birti einkunnir fyrir flokka í framboði. Tilraun til þess að gera allavega eitthvað í heimi vonar og vonleysis, drifin áfram af þrjóskri voninni.

 

Bókverkið Sólin, arkíf og verkfærakista gerir tilraun til að fanga tíðarandann sem verkefnið varð til í og sem tilurð þess bjó til. Verkið er sjónræn esseyja römmuð inn með greinum eftir þrjá forseta UU; Finn Ricart Andrason, Tinnu Hallgrímsdóttur og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur - og Guðna Th. Jóhanesson, forseta Íslands. Ritstjórn annaðist Sigrún Perla Gísladóttir, Mána Hjörleifsdóttir Taylor þýddi á ensku og Olga Elliot braut um.

Útgáfan hlaut rausnarlegan verkefnastyrk frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Njótið þess að fletta í gegn um þessa litríku minningu um Sólina! 

p.s. bókin verður aðgengileg á bókasöfnum landsins með hækkandi sól :)

bottom of page