top of page

Saga félagsins

Hér er stiklað á stóru um sögu og stjórnir félagsins frá stofnun 2013.

Merki Ungra umhverfissinna var hannað af Ben Stacy árið 2013.

uu breitt HD.png

2013-2014

Þann 14. mars 2013 var félagið Ungir umhverfissinnar (UU) stofnað á vel sóttum stofnfundi í Hinu húsinu, miðstöð ungs fólks. Undirbúningshópur um stofnun félagsins hafði þá starfað í nokkrar vikur. Þá voru samþykkt fyrstu lög þess og kosið til fyrstu stjórnar.

 

Félagið hlaut skráningu í fyrirtækjaskrá sem frjáls félagasamtök.

 

Stjórn skipuðu:

Formaður: Ólafur Heiðar Helgason

Ritari: Arnór Bjarki Svarfdal

Gjaldkeri: Jónína Herdís Ólafsdóttir

Meðstjórnendur: Jóhann Garðar Þorbjörnsson og Kjartan Guðmundsson

 

Aðrir embættismenn voru:

Varamenn í stjórn: Arnór Bragi Elvarsson og Garðar Þór Þorkelsson

Skoðunarmaður reikninga: Þorkell Einarsson

 

Félagar í lok starfsárs: 111

stjórn 2013-2014.jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2013-2014. F.v: Arnór Bragi Elvarsson, Jóhann Garðar Þorbjörnsson, Kjartan Guðmundsson, Jónína Herdís Ólafsdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal og Ólafur Heiðar Helgason.

2014-2015

Lagt var upp með að hafa nefndir virkar og settar voru upp nefndir svo sem myndbandanefnd, viðburðanefnd, útgáfunefnd og stór markmið voru sett. Hver nefnd hafði formann og nokkra meðlimi. Myndbandanefnd hittist einu sinni áður en ákveðið var að hætta með hana. Útgáfunefnd hittist einu sinni og svo aftur einu sinni til að skrifa einu ályktun nefndarinnar. Þar sem gagnrýnd var sú gífurlega sóun sem átti sér stað við upphaf Ljósahátíðar i Reykjanesbæ.

 

Stjórn skipuðu:

Formaður: Lilja Steinunn Jónsdóttir

Varaformaður: Óskar Steinn Ómarsson

Ritari: Aldís Erna Pálsdóttir

Gjaldkeri: Guðrún Halla Guðnadóttir

Kynningarfulltrúi: Kristján Andri Jóhannsson

 

Aðrir embættismenn voru:

Varamenn í stjórn: Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Skoðunarmaður reikninga: Ólafur Heiðar Helgason


Félagar í lok starfsárs: 265

stjórn 2014-2015 (1).jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2014-2015. F.v: Lilja Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Halla Guðnadóttir, Kristján Andri Jóhannsson, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Aldís Erna Pálsdóttir, Eva Lín Vilhjálmsdóttir. 

2015-2016

Margt marktækt gerðist á árinu, meðal annars tóku Ungir Umhverfissinnar eftir óljósu orðalagi í framlagi Íslands til Parísarsamkomulagsins og hvöttu til þess að markmið um minnkaða losun yrðu sett skýrar fram.

Einnig var haldinn fundur á Austurvelli til að mótmæla Sprengisandslínu undir yfirskriftinni “Mætum og verndum hálendið”. Athugasemdir voru svo sendar inn í framhaldi v/tillögu að matsáætlun Sprengisandslínu og voru meðlimir hvattir til að kynna sér málið.

 

Tvær stjórnir störfuðu á starfsárinu eftir að meirihluti þeirrar stjórnar sem var

kosin á aðalfundi 12. mars 2015 varð óvirkur.

 

Stjórn, 12. mars 2015 – 15. Október 2015:

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, formaður

Erla Guðný Helgadóttir

Ingvar Þór Björnsson

Páll Zophonias Pálsson

Rakel G. Brandt

Lilja Björg Jökulsdóttir, varamaður

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, varamaður

Skoðunarmaður reikninga: Ólafur Heiðar Helgason

 

Seinni stjórn, 15. október 2015 – 26. apríl 2016:

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, formaður

Erla Guðný Helgadóttir

Pétur Halldórsson

Anna Ragnarsdóttir Pedersen

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Hrefna Rós Helgadóttir

Sólrún Ösp Jóhannsdóttir


Félagar í lok starfsárs: 451

stjórn 2015-2016.jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2014-2015. F.v: Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, Lilja Björg Jökulsdóttir, Ingvar Þór Björnsson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Rakel G. Brandt, Páll Zophonias Pálsson og Erla Guðný Helgadóttir.

2016-2017

Helstu störf félagsins á þessu starfsári voru menntaskólakynningar en alls voru heimsóttir 14 menntaskólar af þeim 30 sem voru á landinu, þar af 13 á landsbyggðinni og einn á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru málefnanefndir félagsins virkar, þá helst skólp- og sorpnefnd, miðhálendisnefnd og sjávarnefnd.

 

Stjórn skipuðu:

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, formaður

Pétur Halldórsson

Anna Ragnarsdóttir Pedersen

Ísak Már Jóhannesson

Arnór Kristmundsson

Skoðunarmaður reikninga: Lilja Steinunn Jónsdóttir

 

Félagar í lok starfsárs: 570

Mynd vantar af stjórn 2016-2017

2017-2018

Starfsemi félagsins jókst umtalsvert á þessu starfsári. Mikil aukning var í skólakynningum, nefndastarfi og gerð umsagana í hinum ýmsu umhverfismálum. Alþjóðasamstarf fór að verða áberandi, s.s. með undirbúningi að alþjóðlegu tengslaneti ungmenna í umhverfis- og samfélagsmálum á norðurskautsslóðum, og ímynd félagsins virtist mjög jákvæð.

Í kjölfar tillögu félagsmanns á aðalfundi tók stjórn félagsins upp það fyrirkomulag að leggja fram starfsáætlun (framkvæmdaáætlun) fyrir starfsárið. Í henni voru skilgreind markmið fyrir starfsárið ásamt útfærslu hlutverka og ábyrgðar stjórnar. Einnig komu þar fram starfsreglur málefna- og landshlutanefnda félagsins, auk samantekt nefndaformanna og meðstjórnenda á gefnum tíma.

 

Stjórn skipuðu:

Pétur Halldórsson, formaður

Erla Guðný Helgadóttir, varaformaður

Ástrós Jensdóttir, skemmtana- og viðburðastjóri

Guðmundur Gíslason, ritari

Starri Reynisson, gjaldkeri

Anna Ragnarsdóttir Pedersen, varamaður

Brynja Sóley Plaggenborg, varamaður

Skoðunarmaður reikninga: Ísak Már Jóhannesson

 

Félagar í lok starfsárs: 670

stjórn 2017-2018.jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2017-2018. Efri röð f.v: Ísak Már Jóhannesson, Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Starri Reynisson, Ástrós Jensdóttir, Guðmundur Gíslason. Neðri röð f.v: Brynja Sóley Plaggenborg, Erla Guðný Helgadóttir, Pétur Halldórsson.  

2018-2019

Framhaldsskólakynningar héldu áfram að vera lykilþáttur í starfinu og alþjóðastarf félagsins jókst til muna, m.a. með skipulagningu pallborðs á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í nafni hins alþjóðlega tengslanets ungmenna um Norðurslóðir (Arctic Youth Network - AYN). Félagið tók jafnframt virkan þátt í skipulagningu loftslagsverkfallsins á Íslandi og efldi tengsl við önnur ungmennafélög. Félagið varð jafnframt meira áberandi í fjölmiðlum.
Fyrsta tilraunanámskeiðið í hagsmunagæslu fyrir sjálfbæra þróun hófst á starfsárinu og félagið hélt áfram að senda inn umsagnir og athugasemdir varðandi hin ýmsu skipulags- og stefnumál stjórnvalda.

 

Stjórn skipuðu:

Pétur Halldórsson, formaður

Helga Númadóttir, varaformaður

Sigurður Loftur Thorlacius, ritari

Starri Reynisson, gjaldkeri (14. apríl - 7. nóv)

Íris Ragnarsdóttir Pedersen, gjaldkeri (8. nóv - 14. apríl)

Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra

Rafn Helgason, varamaður (alþjóðafulltrúi)

Erla Guðný Helgadóttir, varamaður

Skoðunarmaður reikninga: Guðmundur Gíslason

 

Félagar í lok starfsárs: 936

stjórn 2018-2019.png

Stjórn Ungra umhverfissinna 2018-2019. F.v: Rafn Helgason, Sigurður Loftur Thorlacius, Helga Númadóttir, Erla Guðný Helgadóttir, Pétur Halldórsson og Starri Reynisson. Á myndina vantar Tinnu Hallgrímsdóttur og Írisi Ragnarsdóttir Pedersen.

2019-2020

Félagið skipulagði og tók þátt í ýmsum viðburðum, auk þess að halda áfram með kynningar í framhaldsskólum. Líkt og með annað í samfélaginu hafði COVID-19 faraldurinn áhrif á starfsemi félagsins, einkum í formi þess að fresta framhaldsskólakynningum og viðburðum, þ.m.t. aðalfundi 2020. 

Sýnileiki félagsins í fjölmiðlum jókst mikið frá fyrri árum, m.a. vegna loftslagsverkfallsins.

Fyrsta landshlutanefnd félagsins var formlega stofnuð: Ungir umhverfissinnar á Suðurlandi. Starf á vettvangi málefnanefnda félagsins hélt áfram að eflast, t.d. Með undirbúningi loftslagsnefndar fyrir bréfaskipti við ríkisstjórn Noregs varðandi áform um olíuvinnslu á Norðurslóðum. Til að efla málefnastarfið enn frekar útbjó félagið Handbók um hagsmunagæslu fyrir umhverfið, sem kom út í íslenskri útgáfu á aðalfundi 22. Júní 2020 og í enskri útgáfu í júlí 2020.

 

Stjórn skipuðu:

Pétur Halldórsson, formaður

Tinna Hallgrímsdóttir, varaformaður

Sigurður Loftur Thorlacius, ritari

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri

Iris Dager, alþjóðafulltrúi

Kristborg Sóley Þráinsdóttir, varamaður, viðburða- og fræðslustýra

Rafn Helgason, varamaður, samfélagsmiðlafulltrúi (15. apríl - 18. sept.)

Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, varamaður, samfélagsmiðlafulltrúi (19. sept. - 21.júní)

Skoðunarmaður reikninga: Erla Diljá Sæmundsdóttir


Félagar í lok starfsárs: 1.077

stjórn 2019-2020.jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2019-2020. Frá vinstri til hægri: Rafn, Sigurður, Kristborg Sóley Þráinsdóttir, Pétur, Tinna og Þorgerður. Á myndina vantar Iris Dager.

2020-2021

Félagið óx og dafnaði þrátt fyrir þær hindranir sem faraldur Covid-19 hafði í för með sér og hélt áfram að veita stjórnmálum aðhald og fræða almenning um umhverfismál. Átak Loftslagsverkfallsins, Aðgerðir Strax!, vakti þá sérstaklega athygli með tveimur vídjóum og gjörningum á Austurvelli. 

25. október 2020 fór ný vefsíða í loftið en Kamilla Henriau sá um vefhönnun og Elías Arnar sá fyrir ljósmyndum. Í lok starfsársins höfðu 1657 einstaklingar heimsótt vefsíðuna víða að úr heiminum eða frá 29 löndum.

 

Stjórn skipuðu:

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður

Tinna Hallgrímsdóttir, varaformaður

Egill Hermannsson, gjaldkeri

Rebekka Karlsdóttir, ritari

Ida Karólína Harris, meðstjórnandi

 

Varamenn:

Vífill Harðarson, alþjóðafulltrúi

Jökull Jónsson, meðstjórnandi

Skoðunarmaður reikninga: Zoë Vala Sands


Félagar í lok starfsárs: 1.163

Stjórn 2020-2021.jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2020-2021. Frá vinstri til hægri: Ida Karolina Harris, Jökull Jónsson, Tinna, Þorgerður, Egill Hermannsson, Vífill Harðarson og Zoë Vala Sands. Á myndina vantar Rebekku Karlsdóttur.

2021-2022

Það sem stóð uppúr á starfsárinu var metnaðurinn og starfskrafturinn. Stjórninn vann vel saman og virkni félaga jókst í gegnum fjórar nýjar sameinaðar nefndir. Auk þess réð félagið til sín níu starfsmenn tímabundið. Fjögur stór verkefni lituðu starfsárið; Sólin - einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar, Upplýsingafundir Loftslagsverkfallsins, Landsfundir Ungra umhverfissinna 2021-22 og þátttaka Ungra umhverfissinna á COP26. 

Mikil aukning varð í fjölmiðlaumfjöllun Ungra umhverfissinna og þátttaka félagsins í hinum ýmsu viðburðum. Skólakynningar fóru aftur af stað en í minna mæli en áður. Mikið fjármagn fór inn og út úr félaginu, mest af því var eyrnamerkt ákveðnum verkefnum. Settur var upp styrktarvalmöguleiki á heimasíðu félagsins. 

 

Stjórn skipuðu:

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður

Egill Ö. Hermannsson, varaformaður
Sigrún Perla Gísladóttir, gjaldkeri
Rafn Helgason, ritari

Alma Stefánsdóttir, hringrásarhagkerfisfulltrúi
Finnur Ricart Andrason, Loftslagsfulltrúi
Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, náttúruverndarfulltrúi
Unnur Björnsdóttir, kynningar og fræðslufulltrúi

Aðrir embættismenn voru:
Trúnaðarfulltrúar: Sigríður Guðjónsdóttir og Snæbjörn Jack
Skoðunarmaður reikninga: Þorgerður María Þorbjarnardóttir
 

Félagar í lok starfsárs: 1.349

DSCF8633 (2).jpg

Stjórn Ungra umhverfissinna 2021-2022. F.v: Egill, Tinna, Unnur Björnsdóttir, Alma Stefánsdóttir, Sigrún Perla Gísladóttir, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Finnur Ricart Andrason og Rafn.

2022-2023

Starfsárið einkenndist af dugnaði og mikilli virkni félaga. Mörg útistandandi verkefni voru kláruð, og ber þar hæst lok stefnumótunarferlisins. Ný stefna félagsins var afrakstur fjögurra landsfunda, einn fyrir hverja málefnanefnd, sem UU hélt víðsvegar um landið. Á starfsárinu voru síðustu tveir landsfundirnir haldnir, á sviði hringrásarhagkerfis og loftslagsmála. Einnig stóðu UU, ásamt öðrum aðildarfélögum Loftslagsverkfallsins, fyrir Loftslagsfestivalinu á Menningarnótt í fyrsta skipti, en stefnt er að því að gera þennan viðburð að árlegum viðburði. Félagið sendi svo tvo fulltrúa á Loftslagsráðstefnu Sþ. COP27 í Egyptalandi og tvo fulltrúa á COP15 í Montréal, og tóku ýmsir félagar þátt í fjölda stýrihópa, nefnda og viðburða. Einnig fór fram öflugt starf innan nefndanna við fræðslu, viðburðahald, greinaskrif og hagsmunagæslu og voru ófáar umsagnirnar skrifaðar á starfsárinu.

Stjórn skipuðu:

Tinna Hallgrímsdóttir, forseti

Egill Ö. Hermannsson, varaforseti

Brynja Þorsteinsdóttir, ritari

Snjólaug Heimisdóttir, gjaldkeri

Steffi Meisl, kynningar- og fræðslufulltrúi

Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi

Ástrós Eva Ársælsdóttir, náttúruverndarfulltrúi

Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir, hringrásarhagkerfisfulltrúi

Aðrir embættismenn voru:

Trúnaðarfulltrúar: Sigrún Perla Gísladóttir & Rafn Helgason

Skoðunarmaður reikninga: Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Tinna steig til hliðar sem forseti félagsins þann 31. mars og tók Egill við störfum hennar.

 

Félagar í lok starfsárs: 1.470

Stjórn Ungra umhverfissinna 2021-2022. Frá vinstri: (efri röð): Ástrós Eva Ársælsdóttir,
Kolbrún Fríða Hrafnkellsdóttir, Finnur Ricart Andrason, (neðri röð) Tinna Hallgrímsdóttir, Snjólaug Heimisdóttir, Steffi Meisl, Brynja Þorsteinsdóttir, Egill Ö. Hermannsson

bottom of page