top of page

Kröfur UU til íslenskra stjórnvalda í aðdraganda COP28Tuttugasta-og-áttunda aðildaríkjaþing Sþ. um loftslagsbreytingar (COP28) verður haldið 30. nóvember til 12. desember n.k. í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ungir umhverfissinnar senda tvo fulltrúa á þingið, Finn forseta og Cody loftslagsfulltrúa, til að veita sendinefnd Íslands aðhald og miðla upplýsingum um framgang samningaviðræðnanna heim til Íslands í rauntíma.


UU sendu einnig fulltrúa á COP26 og COP27 og hafa því góða reynslu af því hvernig best er að taka þátt og miðla upplýsingum frá þessum vettvangi. Á ráðstefnunni munu Finnur og Cody taka þátt í ýmsum viðburðum, halda kynningar, fylgjast með samningaviðræðum, veita sendinefnd Íslands aðhald, funda með öðru ungu fólki, ýmsum samtökum og ráðafólki. Nánari upplýsingar um markmið okkar á COP28 má finna hér.


Þessi alþjóðlegi vettvangur er gríðarlega mikilvægur til að þjóðir heims sammælist um markmið í loftslagsmálum og til að þrýsta á sífellt metnaðarfyllri aðgerðir þvert á landamæri. Þó að trú margra á þennan vettvang sé lítil er hann það besta sem við höfum og væri árangur okkar í loftslagsmálum á heimsvísu klárlega minni án hans.


Til að sem mestur árangur náist er nauðsynlegt að fullnýta þennan alþjóðlega vettvang ásamt þess að hvert land fyrir sig grípi til fullnægjandi aðgerða heima fyrir. Kröfur okkar til íslenskra stjórnvalda í aðdraganda COP28 eru því að þau:


  1. Uppfæri landsframlag sitt til að stefnt sé að 55% samdrætti í heildarlosun Íslands fyrir árið 2030 m.v. 1990.

  2. Taki virkari þátt í samningaviðræðunum og þrýsti markvisst á metnaðarfullar niðurstöður á aðildaríkjaþinginu.

  3. Þrýsti sérstaklega á að loftslagsréttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum á þinginu.

  4. Auki þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sem tengist loftslagsmálum.

  5. Sýni gott fordæmi hér heima með því að grípa til mun róttækari mótvægisaðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.


Fylgist vel með samfélagsmiðlum UU á meðan COP28 stendur því þar munu Finnur og Cody miðla þátttöku þeirra á ráðstefnunni og veita okkur hér heima góða innsýn inn í þennan flókna en mikilvæga vettvang.


Tilvitnanir frá fulltrúum UU á COP28:


„Aðgerðarleysi Íslands og annarra vestrænna ríkja í loftslagsmálum er ærandi. Allt bendir til þess að árið 2023 verði heitasta ár mannkynssögunnar en samt er skattpeningum dælt í mengandi iðnað; sem dæmi þá var $7 milljörðum varið í ríkisstyrki til framleiðslu jarðefnaeldsneytis árið 2022. Rík lönd í forréttindastöðu eins og Ísland þurfa nauðsynlega að opna augun fyrir loftslagskrísunni sem ríkir á heimsvísu og grípa til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Við höfum enn möguleika á að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C og í því felast gríðarleg tækifæri til að bæta samfélög okkar í leiðinni.“

- Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna


,,Íslensk stjórnvöld þurfa að átta sig á því að það er beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt að grípa til róttækra loftslagsaðgerða núna frekar en að takast á við neikvæðar afleiðinga aðgerðaleysis í framtíðinni. Þetta á við um öll lönd heims og er það því Íslandi í hag að þrýsta á metnaðarfullar niðurstöður á COP28 með því að tala fyrir útfösun jarðefnaeldsneytis og réttlátra umskipta.’’

- Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna


“According to the European Commission, over 376 million people have been displaced because of climate disasters since 2008, which is the equivalent of one person being displaced every second, or as if the entire population of Australia were forced to abandon their homes every year. This is a direct result of countries not living up to their funding and emission reduction promises, Iceland included. The rate of new climate refugees is predicted to increase every year, and the only reliable way to ensure that this does not happen is through action. COP28’s global stock take is an opportunity for countries to take a look at themselves and align their actions in with the principals of climate justice.”

- Cody Alexander Skahan, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfisinna


bottom of page