Also available in English: https://www.umhverfissinnar.is/post/information-package-for-cop27?lang=en
Kynnið ykkur allt um COP27 og fylgist með gangi mála með þessum upplýsingapakka Ungra umhverfissinna!
Hin árlega loftslagsráðstefna Sþ. er rétt handan við hornið. Í fyrra fór ráðstefnan (COP26) fram í Glasgow í Skotlandi, en í ár mun COP27 fara fram í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi.
Þessar ráðstefnur eru gríðarlega mikilvægar þar sem þetta er vettvangur sem gerir ríkjum heims kleift að samræmast um loftslagsaðgerðir á hnattrænum skala og vinna í sameiningu að sameiginlegum markmiðum. Það er ljóst að árangurinn hingað til hefur ekki verið nægur og er mikilvægt að metnaðurinn verði aukinn á ráðstefnunni í ár til að halda í möguleikan á að takmarka hlýnun Jarðar við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu.
En loftslagsmálin geta verið flókin og það getur verið erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega þessar ráðstefnur snúast um, hvernig þær virka og hvað nákvæmlega er að gerast á þeim. Þess vegna höfum við tekið saman þennan upplýsingapakka í aðdraganda COP27 til að auðvelda ykkur að kynna ykkur málin og fylgjast með gangi mála næstu vikurnar.
Í þessum upplýsingapakka er að finna nýjustu skýrslur um loftslagsmál, alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, fréttagreinar um hvers má vænta af COP27, hlaðvörp, myndbönd, og fleira. Listinn sem við höfum tekið saman er alls ekki tæmandi en ætti að gefa aðgang að helstu upplýsingunum sem eru viðeigandi í aðdraganda COP27. Ef það er eitthvað sem við höfum gleymt að setja á listann og þið haldið að eigi heima þar megið þið endilega láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst (loftslagsfulltrui@umhverfissinnar.is).
Við vonum að upplýsingapakkinn komi að góðum notum og hlökkum til að deila okkar upplifun og þátttöku á COP27 með ykkur á samfélagsmiðlum okkar á næstu vikum!
Við mælum sérstaklega með þessu efni:
Skýrslur
IPCC 6th Assessment Synthesis Report
Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC)
Samantekt af nýjustu og bestu loftslagsvísindum sem gefur góða mynd af því hvar við stöndum þegar kemur að loftslagsbreytingum
UNEP Emissions Gap Report 2022
Nýjasta skýrsla Umhverfisstofnun Sþ. um losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu
Þessi skýrsla er gefin út árlega og gefur hún mynd af því hversu stór bil er milli þeirrar losunar sem er líklegt að verði og kolefnisforðans sem við eigum eftir til að halda hlýnun Jarðar innan við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu
Halldór Björnsson, hópstjóri á Veðurstofu Íslands um loftslagsmál, ræddi skýrsluna á Sprengisandi á Bylgjunni.
Samantekt og greining á landsframlögum allra landa til Parísarsáttmálans
Gefur mynd af því hvert við stefnum þegar kemur að loftslagsmálum (aðallega varðandi losun og hversu mikil hlýnun verður, en einnig varðandi aðlögun að loftslgasbreytingum)
Hér má sjá samantekt UNFCCC um skýrsluna
Ný skýrsla um stöðu loftslagsaðgerða á heimsvísu
Unnin sameiginlega af nokkrum stofnunum og samtökum (World Resource Institute, Climate Action Tracker, o.fl)
Hér má sjá fleiri loftslags-tengdar skýrslur frá Sþ.
Skýrslur sérstaklega tengdar Íslandi:
Iceland’s National Inventory Report (NIR) 2022
Formleg skýrsla Íslands til Rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar (UNFCCC) um losun Íslands frá 1990 til 2020 (losunarbókhald Íslands)
Hér má finna upplýsingar um hvað nákvæmlega svona NIR skýrslur eru og hvers vegna þær eru mikilvægar
Landsframlag Íslands til Rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar (UNFCCC)
Alþjóðleg skuldbinding Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum
Hér má finna upplýsingar um landsframlög (e. NDC) annara landa og hvað þetta fyrirbæri landsframlag er
Vefsíður
Heimasíða COP27
Heimasíða Rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar
Hér er hægt að nálgast öll skjöl sem verið er að ræða á COP27 og endanlegu samþykktir ráðstefnunnar (frekar tæknilegt og ekki endilega auðvelt að skilja)
Einnig er hægt að sjá fréttir á þessari vefsíðu sem útskýra á einfaldara máli hvað er um að vera á ráðstefnunni
Óháð samtök sem taka saman og meta loftslagsaðgerðir landa víða um heim og setja upplýsingarnar fram á aðgengilegan hátt
Vefsíður tengdar Íslandi: