top of page

Niðurstöður úr Meðlimakönnun UU 2023

Undir lok síðasta starfsárs (2022-23) sendum við út könnun til allra félaga UU til að kanna hvernig þeim fannst félaginu hafa gengið á starfsárinu. Alls svöruðu 12 félagar könnuninni á tímabilinu 2. - 30. apríl 2023.


Almennt séð voru niðurstöðurnar jákvæðar en þó er ýmislegt sem hægt er að bæta og hefði verið gott að fá fleiri svör við könnuninni. Hér að neðan eru helstu niðurstöður könnunarinnar.


83% svöruðu 7 eða hærra aðspurð hversu vel eða illa þeim fannst félaginu ganga á síðasta starfsári (2022-23).



75% svöruðu 7 eða hærra aðspurð hversu vel eða illa þeim fannst starfsemi félagsins út á við ganga á síðasta starfsári (t.d. fjölmiðlaumfjöllun, samfélagsmiðlar, kynningar, þátttaka á viðbuðum, o.þ.h.).



50% svöruðu 7 eða hærra aðspurð hversu vel eða illa þeim fannst starfsemi innan félagsins ganga á síðasta starfsári (t.d. nefndarstarf, viðburðir, samskipti, upplýsingaflæði, o.þ.h.).



Meðal þess sem svarndeum fannst hafa gengið vel á síðasta starfsári var: Landsfundirnir, fjölbreyttir viðburðir, fréttabréfið, sýnileiki í fjölmiðlum, trúverðugleiki félagsins út á við og mörg tækifæri fyrir meðlimi.


Meðal þess sem svarendum fannst ekki ganga svo vel á síðasta starfsári var: Of mikið eða ójöfn skipting álags, umsóknaferli, leiðir til að taka þátt í félaginu, og auglýsingar á reglulegum nefndarfundum.


Tillögur svarenda til að bæta starfsemi félagsins voru m.a.: minna fólk á að þetta er sjálfboðaliðastarf, halda fleiri hversdagslega/skemmtilega hittinga, vera með fjármálanefnd til að halda utan um styrkumsóknir o.fl., og halda fleiri og spesifískari mótmæli.


Það sem svarendur nefndu sem Augnablik ársins: Loftslagsfestivalið, Landsfundur um hringrásarhagkerfið, Landsfundur um loftslagsmál, og netviðburðurinn í kjölfar COP27/COP15. Einnig fékk fráfarandi stjórn nokkur hrós frá svarendum fyrir vel unnin störf á síðasta starfsári.


Við þökkum öllum svarendum og munum nýta þessar dýrmætu upplýsingar til að bæta starf félagsins inn á við og út á við á þessu starfsári!

bottom of page