top of page

Ný stjórn UU & önnur tíðindi frá Aðalfundi 2023

Updated: May 6, 2023

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2023 fór fram í Háskóla Íslands þann 15. apríl s.l. Rætt var um störf líðandi starfsárs, farið yfir ársskýrslu og ársreikning, kosið um lagabreytingartillögur, kosið í stjórn, tilkynnt um Unga umhverfissinnann 2022-23, og ný stefna félagsins samþykkt.


Nýja stjórn UU fyrir starfsárið 2023-24 skipa:


Forseti - Finnur Ricart Andrason

Varaforseti - Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir

Gjaldkeri - Una Lilja Erludóttir

Ritari - Snorri Hallgrímsson

Kynningar- og fræðslufulltrúi - Bára Örk Melsted

Loftslagsfulltrúi - Cody Alexander Skahan

Náttúruverndarfulltrúi - Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir

Hringrásarhagkerfisfulltrúi - Emily Richey-Stavrand


Frá vinstri: Una Lilja Erludóttir, Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, Finnur Ricart Andrason, Emily Richey-Stavrand, Bára Örk Melsted, Cody Alexander Skahan, Snorri Hallgrímsson.

Önnur embætti utan stjórnar fyrir starfsárið 2023-24 skipa:

  • Trúnaðarfulltrúar - Unnur Björnsdóttir & Egill Ö. Hermannsson (sjá meira um þau hér)

  • Skoðunarmanneskja reikninga - Þorgerður María Þorbjarnardóttir


Í ársskýrslu UU 2022-23 má lesa um allt það sem félagið tók sér fyrir hendur á líðandi starfsári, m.a. nefndarstarfið, landsfundina, Loftslagsverkfallið, alþjóðlegar ráðstefnur Sþ. sem við sóttum, og fjölmiðlaumfjöllun um félagið. Ársskýrsluna í heild sinni má finna hér.


Fjárstaða félagsins er góð og má skoða samantekt á fjármálum UU í ársreikningi UU 2022-23 sem er að finna hér.


Kosið var um ýmsar lagabreytingartillögur á aðalfundinum og verða samþykktir félagsins uppfærðar og þýddar yfir á ensku á næstunni. Samþykktir félagsins er að finna hér.


Ný stefna UU var einnig samþykkt á aðalfundinum. Þessi ítarlega stefna í þremur köflum sem unnin var í góðu samráði við félaga á fjórum landsfundum og í gagnsæju stefnumótunarferli undanfarna tvo mánuði mun móta og efla starf félagsins á komandi starfsárum.


Skemmtilegasti liður aðalfundarins var svo auðvitað þegar tilkynnt var um Unga umhverfissinnann 2022-23. Þessa hvetjandi viðurkenningu hlaut Helga Hvanndal Björnsdóttir fyrir frábær störf á líðandi starfsári í þágu félagsins og náttúrunnar.


Fundargerð aðalfundar UU 2023 má nálgast hér.


コメント


Allir ungir umhverfissinnar sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta skráð sig og það kostar ekkert. Með skráningu getur þú m.a. tekið þátt í nefndastarfi og annarri hagsmunagæslu Ungra umhverfissinna.

ungir@umhverfissinnar.is

Kt. 5104130240

Bankareikningur: 0115-26-010488

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
bottom of page