Trúnaðarfulltrúar

Sigríður Guðjónsdóttir

solin3.jpg

Sigga er félagssálfræðingur (MSc) sem lauk nýlega viðbótardiplómu á meistarastigi í Umhverfis- og auðlindafræði.

 

Hún brennur fyrir að skilja sálfræðilega þátt loftslagsbreytinga og hvað drífur og hindrar samfélagsbreytingar. Hún starfar nú við verkefni tengd notendarannsóknum, umhverfisstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis, þ.á.m. í Sólarverkefni Ungra Umhverfissinna.

Sigga elskar tónlist, að “thrifta”, drekka gott kaffi og að stunda stöðuga samfélagsrýni á netkúltur líðandi stundar (eða “hanga í símanum,” eftir því hvernig þú lítur á það).

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband!

​Ekki hika við að hafa samband við Siggu til að ræða hvað sem er tengt starfi UU – fyllsta trúnaðar gætt!

Snæi Jack 

snaei.jpg

Ég heiti Snæi og er Náttúrufræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, dagskrágerðamaður á Rás 2, kvikmyndagerðamaður og viðburðastjóri á sviði tónlistar í Reykjavík.

 

Ég er ávallt léttur í lund og þægilegur í samskiptum. Ég er alltaf með mörg járn í eldinum og hef komið víða að í t.d. umboðsmennsku, rannsóknum, aktivisma, tæknimennsku, þáttagerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og bara you name it. Það sem sameinar áhuga minn á öllum þessum hlutum er félagslegi þátturinn. Í öllum verkefnum sem ég tek að mér þarf alltaf að passa að allir tali saman til að koma í veg fyrir að pirringar eða verra skaði markmið hópsins. Ég hef mikla reynslu sem málamiðlari í bæði hversdagslegum og erfiðum málefnum og legg allt mitt hjarta í að redda því sem kemur upp, svo að sem flest séu sátt og verkefnið takist.

 

Áhugamálin mín eru að lesa bækur (af hörku), klippa myndbönd fyrir youtube, semja skemmtilega tónlist, elda góðann mat, kveða kveðskap, ganga um fjöll og skeggræða við fólk á ýmsum börum og kaffihúsum miðbæjarins. 

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband!

​Ekki hika við að hafa samband við Snæa til að ræða hvað sem er tengt starfi UU – fyllsta trúnaðar gætt!