top of page

Loftslagsfestivalið 2022

Loftslagsfestivalið var haldið í fyrsta skipti á Menningarnótt 2022. Þetta var ekki hefðbundið loftlagsverkfall þar sem það var boðið upp á veitingar, tónlistaratriði og eldræður - þess vegna var ákveðið að kalla þetta loftslags festival. Meðal annars vildum við að viðburðurinn væri aðgengilegur og aðlaðandi fyrir allan almenning og pössuðum við upp á að hafa þetta fjölskylduvænt þar sem þetta var á Menningarnótt.


Hátíðin fór fram á Austurvelli með blandaðri þriggja klukkutíma dagskrá. Meðal þeirra sem fluttu tónlistaratriði voru Högni Egilsson og Gugusar, og á meðal þeirra sem héldu ræður voru Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinnar og Finnur Ricart Andrason, loftlagsfulltrúi UU. Dagskránna með nöfnum tónlistaratriðanna og ræðufólksins má sjá neðst í þessari færslu.


Góð mæting á Loftslagsfestivalið á Austurvelli.

Samtals tóku 8 samtök og umhverfishreyfingar þátt í skipulagningu þessa viðburðar og var heildar ástæðan fyrir þessu verkfalli að vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir vegna loftslagsbreytinga og ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í málaflokknum. Langflestir jarðarbúar finna nú þegar fyrir loftlagsbreytingum og þess vegna er mikilvægt að halda slíka viðburði til þess að vekja athygli á vandanum og fá stjórnvöld til að grípa til aðgerða strax.

Einn skipuleggjari loftlagsfestivalið segir að þótt það hafi fallið dálítið í skuggann af öllu öðru sem var í gangi á menningarnótt þá náði það til fólks sem myndi ekki venjulega mæta á eða jafnvel heyra um viðburði Loftslagsverkfallsins. Fólk á öllum aldri sem átti leið fram hjá staldraði við í smá stund, hlustaði á tónlistaratriðin og heyrði í leiðinni mikilvæg skilaboð úr ræðunum sem voru inn á milli. Lengd viðburðarins gerði það einnig að verkum að auðvelt var að koma og fara, og þvi var fleira fólk sem gat mætt í heildina.


Mikil stemning skapaðist þegar tónlistaratriðin spiluðu tónlist í þágu loftslagsins!

Til viðbótar við góða mætingu og góða stemningu var einnig gaman að finna á fólki að það var áhugasamt um kröfur okkar og annað sem við gerum í þágu loftslagsins, svo sem vikulegu föstudags verkföllin á Austurvelli sem hafa verið haldin í um fjögur ár. Heilt yfir heppnaðist viðburðurinn mjög vel og er þetta eitthvað sem við vonumst til að endurtaka á Menningarnótt og á komandi árum.


Fleiri myndir frá viðburðinum er að finna á Facebook viðburði Loftslagsfestivalsins: https://www.facebook.com/events/1323283408075553/?active_tab=discussion



Höfundar þessarar samantektar eru Ágústa Guðmundsdóttir og Stefán Örn Snæbjörnsson, meðstjórnendur Loftslagsnefndar UU, og Francis Laufkvist Kristinbur sem einnig kom að skipulagningu viðburðarins.





bottom of page