top of page

UU munu láta reyna á alla möguleika til málsóknar ef hvalveiðum er ekki hætt straxÞann 8. maí gaf Matvælastofnun (MAST) út skýrslu um veiðar Hvals hf. á langreyðum árið 2022 ásamt hrollvekjandi myndbandsupptökum af veiðunum. Skýrslan og upptökunar sýna skýrt að hvalveiðar brjóta í bág við Lög um velferð dýra, alþjóðlegum samþykktum um hvalveiðar og jafnvel alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.


Samkvæmt skýrslunni tók í 41% tilvika meira en 11 mínútur fyrir dýrin að deyja. Sumir hvalanna voru skotnir með allt að fjórum sprengiskutlum. Einn hvalur þjáðist í heila klukkustund áður en hann dó, annar í tvær klukkustundir og enn öðrum var veitt eftirför með skutul í bakinu í fimm klukkustundir áður en hvalveiðimennirnir gáfust upp. Þetta er í algjöru ósamræmi við Lög um velferð dýra sem segir að „ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma.“


Tveir þriðju af drepnu hvölunum voru kvenkyns og að minnsta kosti 11 voru óléttir. Ein drepnu kúnna var mjólkandi sem leiðir líkum að kálfur hennar hafi verið skilinn eftir móðurlaus til að deyja. Hrönn Ólína Jörundsdóttir framkvæmdastjóri MAST segir þessar niðurstöður „óásættanlegar”


Langreyðar eru næst stærsta dýrategund jarðar. Þeir eru taldir í útrýmingarhættu skv. Bandarískum lögum og eru skilgreint sem viðkvæm tegund á válista IUCN. Langreyðar spila mikilvægt hlutverk í sjávarvistkerfum heims. Úrgangur þeirra er uppspretta mikilvægra næringarefna fyrir ör- og smáverur sem stunda ljóstillífun, t.d. plöntusvif sem framleiðir helming alls súrefnis í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja falla hræ þeirra til botns þar sem þau næra einnig aðra hluta vistkerfisins og stuðla að kolefnisbindingu. Áframhaldandi tilvist þeirra skiptir því sköpum til að viðhalda heilbrigði vistkerfa í heimshöfunum.


Nú er runnin up ögurstund í mannkynssögunni þar sem við stöndum frammi fyrir fordæmalausu tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og hraðar breytingar á loftslagi ógna þúsundum ef ekki milljónum tegunda, þ.á.m. okkur sjálfum. Nú er tími til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir og allar varúðarráðstafanir sem völ er á til að koma í veg fyrir skaða umfram þann sem nú þegar er skeður, t.d. að banna hvalveiðar í eitt skipti fyrir öll, sérstaklega í ljósi þess neyðarástands sem ríkir vegna loftslagsbreytinga og hröðu tapi á líffræðilegri fjölbreytni. Hættan á útdauða hvala ógnar líka þeim fjölmörgu tegundum sem reiða sig á næringangarhringrásina sem þeir skapa milli laga í hafinu.


Í júní er líklegt að hvalveiðar hefjist að nýju og verða þá allt að 209 langreyðar veiddar. Skýrsla MAST sýnir skýrt að hvalveiðar er ekki hægt að stunda á mannúðlegan máta né í samræmi við íslensk eða alþjóðleg lög. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld, og sérstaklega Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra, dragi til baka leyfi til hvalveiða svo koma megi í veg fyrir að fleiri hvalir séu drepnir. Ef leyfið verður ekki afturkallað munum við láta reyna á alla möguleika til málsóknar gegn íslenska ríkinu og Hval hf. fyrir alla þá hvali sem verða drepnir.

Brýnt er að vernda tilverurétt náttúrunnar sem og réttindi ungs fólks og komandi kynslóða til heilnæms og hreins umhverfis.


Ungir umhverfissinnar

Nordic Youth Biodiversity Network


*Sjá heimildir hér.


Frekari upplýsingar veita:


Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna +31 634336825 finnur@umhverfissinnar.is


Oliwer Schultz, tengiliður Nordic Youth Biodiversity Network +46 738016550 nordicyouthbiodiversitynetwork@gmail.comComments


bottom of page