top of page

Stjórn UU 22-23 lítur til baka yfir starfsárið

Updated: Apr 14

Forseti

Tinna Hallgrímsdóttir Þar sem ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á komandi aðalfundi er vafalaust tilefni til að líta ekki einungis yfir stjórnarárið sem nú er senn að ljúka, heldur fimm ára setu mína í stjórn þessa magnaða félags. Og hvað við höfum vaxið á fimm árum sem málsvari umhverfisins og ungs fólks, og hvað ég hef vaxið sjálf og dafnað vegna þeirra forréttinda að fá að sinna ástríðu minni, hafa jákvæð áhrif og valdefla önnur til áhrifa jafnóðum. Ég hef haft það að leiðarljósi í stjórnarsetu minni að besti leiðtoginn er sá sem valdeflir aðra og býr þannig til fleiri leiðtoga. Í gegnum starf félagsins hefur svo mikið af mögnuðu fólki risið til áhrifa og gert heiminn að betri stað en áður. En félagið snýst ekki einungis um hagsmunagæslu heldur hefur það einnig skapað samfélag fyri