top of page

Lok herferðarinnar #AÐGERÐIR STRAX

Nýafstaðin er herferð Loftslagsverkfallsins titluð #AÐGERÐIRSTRAX. Herferðin var til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Herferðin stóð yfir 12. febrúar til 5. mars 2021. Hér að neðan er farið yfir herferðina í heild.

 

Kröfurnar eru:

1. LÝSIÐ YFIR NEYÐARÁSTANDI Í LOFTSLAGSMÁLUM Stjórnvöld þurfa að viðurkenna alvarleika ástandsins því loftslagsbreytingar eru ein helsta núverandi ógn mannkyns. Það er þess vegna sem nú er talað um loftslagvá og hamfarahlýnun -því að við erum komin á stig neyðarástands. Með slíkri yfirlýsingu staðfesta yfirvöld alvarleika stöðunnar og vilja sinn til þess að bregðast við á viðeigandi hátt.


2. MARKMIÐ FEST Í LÖG Við krefjumst þess að markmið í loftslagsmálum verði fest í lögum sem skuldbindur stjórnvöld og fyrirtæki til þess að vinna að þeim með skipulögðum hætti.


3. HORFIÐ Á HEILDARLOSUN OG LEGGIÐ FRAM AÐGERÐIR ÚT FRÁ HENNI Við krefjumst þess að stjórnvöld setji markmið um a.m.k. 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030, svo við getum náð kolefnishlutleysi árið 2040.

 

Myndböndin tvö:

Myndbandið hér að neðan var gefið út 12. febrúar og segir frá kröfum Loftslagsverkfallsins.

Mynbandið fékk um 50 þúsund áhorf á Facebook, Instagram, YouTube og Umhverfissinnar.is.


Seinna myndbandið var gefið út 12. mars við lok herferðarinnar sem beint er að Íslendingum öllum.

 

Greinar frá aðgerðasinnum:

Meðan herferðinni stóð gáfu átta aðgerðarsinnar út sjö greinar sem allar birtust á Vísir.is.


Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi.


Lesa grein Idu Karolinu


Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur.


Lesa grein TinnuFyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum. Ég varð dolfallin yfir þessu landslagi og langaði þar helst að vera. Ég fékk mér því vinnu sem leiðsögumaður og varði sumrum og fríum frá skóla gangandi um skriðjökla með ferðamönnum, fjölskyldu og vinum sem urðu jafn agndofa og ég yfir þessu vetrarríkidæmi.


Lesa grein Esther