Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar.
top of page