top of page

Loftslagsnámskeið unga fólksins

Skemmtilegt námskeið í þrjá daga um loftslagsbreytingar og áhrif þess á alla fleti samfélagsins haldið í samstarfi við NOAH, systurfélag UU í Danmörku. Á hverjum degi verða þrjár vinnustofur og fá þátttakendur að vinna saman í raunheimum að alls konar verkefnum tengdum vinnustofunum. Þetta verður frábært tækifæri til að kynnast fleiri ungum umhverfissinnum á Íslandi, fræðast um framandi málefni sem tengjast loftslagsmálum, og að sjálfsögðu borða frábæran vegan mat! Hægt er að taka þátt í allri dagskránni eða einungis að hluta til.Dagskrá:


DAGUR 1 (fim 1. júlí) 9:00-10:30 Samtvinnun vinnustofa + ráðgátuleikur 11:30-13:30 Græn umskipti Noregs með Natur og ungdom HÁDEGISPÁSA (frír vegan matur í boði!) 14:00-16:00 Andvöxtur vinnustofa


DAGUR 2 (fös. 2. júlí) 9:00-10:30 Umhverfisrasismi vinnustofa 11:30-13:30 Rapp vinnustofa (Pieces for Palestine) HÁDEGISPÁSA (frír vegan matur í boði!) 14:00-16:00 Rapp vinnustofa seinni hluti (Pieces for Palestine) 16:30-21:00 Kvöldmatur og sumarfögnuður UU


DAGUR 3 (lau 3. júlí) 9:00-10:30 Kynjajafnrétti í hnattrænu samhengi vinnustofa 11:30-13:30 Kappræður um 'Græna sáttmála' ESB HÁDEGISPÁSA (frír vegan matur í boði!) 14:00-16:00 Kyn og umhvefið vinnustofa


ATH! Þátttaka er ókeypis og fer fram hér: https://bit.ly/2SdehOW, en nauðsynlegt er að skrá sig til að við getum áætlað fjölda þátttakenda. Viðburðurinn verður haldinn á ensku og er hjólastólaaðgengi gott á staðnum. Ef þörf er á táknmáls túlkun eða annars konar túlkun (eða einhverju öðru sem tengist aðgengi) látið okkur vita og við græjum það!


Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/314566866805166

Comments


bottom of page