top of page
UU-Náttúruvernd-FB-Cover.jpg

Landsfundur Ungra umhverfissinna: Náttúruvernd

Landsfundir Ungra umhverfissinna hófust á fundi um náttúruvernd þann 29. og 30. október 2021. Fundurinn var haldinn á Icelandair hotel Natura í Reykjavík. 

Um 50 manns mættu á fundinn til að hlýða á fyrirlestra frá fræðafólki og sérfræðingum ásamt því að taka þátt í umræðum um hin ýmsu málefni innan náttúruverndar. Tilgangur fundarins var að stuðla að umræðum milli ungs fólks, fræðafólks og ráðafólks landsins ásamt því að heyra hverjar áherslur ungs fólks eru í náttúruverndarmálum. Afrakstur umræðanna verður að lokum nýttur til stefnumótunar félagsins í náttúruvernd en stefnan verður samþykkt á aðalfundi félagsins. 

Fundinum var skipt í fjögur þemu; dýravernd, landnýting, friðlýsingar og virkjanir og sjór og sjávarútvegur. Fræðafólk og sérfræðingar héldu erindi um mismunandi málefni innan hvers þema og svöruðu spurningum viðstaddra. Fundurinn var opnaður með ávarpi frá umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Undir lok hvers þema voru umræður í litlum hópum þar sem áhersluatriði voru skrifuð niður á blað. Þessi áhersluatriði hafa verið tekin saman hér að neðan í samantekt umræða og munu nýtast til stefnumótunar félagsins. 

Hér að neðan má sjá upptökur af fyrirlestrum úr hverju þema fyrir sig í myndbandaröð. 

Þema 1: Dýravernd
Snorri Sigurðsson - Lög um dýravernd
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands - Íslenskir fuglastofnar. Staða - ógnir - aðgerðir.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands - Íslenski refurinn
Sandra Magdalena Granquist, Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands - Selastofnar  við Ísland
Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði við HÍ - Hvalastofnar við Ísland
Skarphéðinn Þórisson, Náttúrustofa Austurlands - Hreindýr í náttúru Íslands
Þema 2: Landvernd
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ - Landnýting og flóra Íslands
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslan - Endurheimt vistkerfa
Guðfinnur Jakobsson, bóndi í Skaftholti - Lífrænn landbúnaður
Hjördís Jónsdóttir, skógfræðinemi við LBHÍ og umhverfissinni - Landnýting og skógrækt
Bryndís Magnúsdóttir og Jóhann Þórsson, Landgræðslan - Landnýting í náinni framtíð
Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóli Íslands - Kolefni, mold og landnýting
Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands - Líffræðileg fjölbreytni
Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi í líffræði við HÍ - Landnýting og fuglastofnar
Þema 3: Virkjanir og friðlýsingar
Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, Umhverfisstofnun - Friðlýsingar og friðlýst svæði
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun - Sjálfbærir virkjanakostir og náttúruvernd
Benóný Jónsson, Hafrannsóknarstofnun - Áhrif vatnsaflsvirkjana á lífríki ferskvatns
Nína Aradóttir, Landvarðafélag Íslands - Sjónarhorn landvarða
Þema 4: Sjór og sjávarútvegur
Steinunn Hilma Ólafsdóttir, Hafrannsóknarstofnun - Verndarsvæði í sjó
Pétur Halldórsson, Arctic Youth Network (AYN) - Verndun úthafa
Gréta María Grétarsdóttir, BRIM - Umhverfismál í sjávarútvegi
Andrés Skúlason, Landvernd - Mengun í hafi
Katrín Oddsdóttir, Stjórnarskrárfélagið - Ákvæði tengd sjó í tillögum stjórnlagaráðs 

Við sendum okkar bestu þakkir til allra fyrirlesara og þátttakenda Landsfundarins, fyrir góða fræðslu, málefnalegar umræður og metnað fyrir náttúruvernd á Íslandi!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á næsta Landsfundi okkar um loftslagsmál í janúar.

bottom of page