top of page

Hvernig tek ég þátt?

Frjálsu félagasamtökin Ungir umhverfissinnar (UU) voru stofnuð árið 2013 sem vettvangur fyrir ungt fólk (15-35 ára) til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. UU nálgast umhverfismál frá öllum sjónarhornum og beitir sér fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi í samhengi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Nálgun félagsins er heildstæð og byggir m.a. á grunni vísinda, þekkingu á staðháttum, sjónarmiðum nærsamfélags, sameiginlegum hagsmunum mannkyns og réttindum náttúrunnar.

 

**Það kostar ekkert að skrá sig í félagið!**

1. Skráðu þig í félagatal UU.

Fyrsta skref í þáttöku er að skrá sig í félagið. Það kostar ekki neitt.

Meðlimir eru skráðir í félagatal en vandlega er farið með persónuupplýsingar.

2. Fylgstu með á facebook hóp UU.  

Félagið er með lokaðan facebook hóp þar sem umræður fara fram.

Meðlimum er öllum frjálst að byrja og taka þátt í umræðum.

3. Skoðaðu nefndir UU.

Búinn að skrá þig og sjá hvað er í gangi? 

UU er með margar nefndir og í hverri nefnd fara fram sérstakar umræður um þau málefni sem nefndinni tengjast.

Nefndirnar eru:

4. Mættu á fundi UU, allir eru velkomnir.

Félagsfólk Ungra umhverfissinna er hvatt til að mæta á fundi félagsins (sem eru auglýstir á facebook síðu UU sem og hér á þessari síðu), taka virkan þátt og sýna frumkvæði. Félagið er vettvangur fyrir meðlimi til þess að láta gott af sér leiða í umhverfismálum.

Einnig eru margir viðburðir tengdir Ungum umhverfissinnum, fróðleikur og annað sem að við deilum.

5. Heyrið í okkur.

Endilega sendið okkur línu ef þið eruð með spurningar eða viljið heyra í okkur.
Best er að senda tölvupóst eða skilaboð á Facebook.

Allir ungir umhverfissinnar sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta skráð sig og það kostar ekkert. Með skráningu getur þú m.a. tekið þátt í nefndastarfi og annarri hagsmunagæslu Ungra umhverfissinna.

ungir@umhverfissinnar.is

Kt. 5104130240

Bankareikningur: 0115-26-010488

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
bottom of page