top of page

Herferðin Aðgerðir strax!

Í dag fer af stað herferðin Aðgerðir strax!, skipulögð af Loftslagsverkfallinu til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Herferðin stendur yfir 12. febrúar til 5. mars 2021.

Vefsíða Ungra umhverfissinna mun hýsa síðuna fyrir hönd Loftslagsverkfallsins en að því standa Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Landssamband íslenskra stúdenta ásamt Ungum umhverfissinnum.

Myndband Loftslagsverkfallsins má sjá á síðunni ásamt greinum skrifuðum af aðgerðarsinnum.


Kröfurnar eru:

1. LÝSIÐ YFIR NEYÐARÁSTANDI Í LOFTSLAGSMÁLUM Stjórnvöld þurfa að viðurkenna alvarleika ástandsins því loftslagsbreytingar eru ein helsta núverandi ógn mannkyns. Það er þess vegna sem nú er talað um loftslagvá og hamfarahlýnun -því að við erum komin á stig neyðarástands. Með slíkri yfirlýsingu staðfesta yfirvöld alvarleika stöðunnar og vilja sinn til þess að bregðast við á viðeigandi hátt.


2. MARKMIÐ FEST Í LÖG Við krefjumst þess að markmið í loftslagsmálum verði fest í lögum sem skuldbindur stjórnvöld og fyrirtæki til þess að vinna að þeim með skipulögðum hætti.

3. HORFIÐ Á HEILDARLOSUN OG LEGGJIÐ FRAM AÐGERÐIR ÚT FRÁ HENNI Við krefjumst þess að stjórnvöld setji markmið um a.m.k. 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030, svo við getum náð kolefnishlutleysi árið 2040.

bottom of page