top of page

Ungt fólk krefst metnaðarfyllri landsmarkmiða

Yfirlýsing Ungra umhverfissinna English below

Ungir umhverfissinnar fagna því að Ísland staðfesti áframhaldandi þátttöku í sameiginlegu landsmarkmiði ESB, Noregs og Íslands til Parísarsáttmálans. Gert er ráð fyrir að markmiðið muni hljóða upp á 55% samdrátt í losun innan svæðisins í heild árið 2030, m.v. upphafsárið 1990. Sé gert ráð fyrir sömu reiknireglum og í fyrra markmiði mun Ísland þurfa að draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 40-45% fyrir 2030, m.v. 2005. Einnig mun Ísland þurfa að gangast við þeim skuldbindingum markmiðsins sem snúa að losun frá viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, sem og nettólosun frá landnotkun og skógrækt. Í uppfærslunni setti Ísland einnig fram eigið markmið um að binding og samdráttur í landnotkun og skógrækt verði jöfn losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030.

Þrátt fyrir aukinn metnað gengur markmiðið ekki nægilega langt þegar horft er til samdráttar í heildarlosun Íslands með landnotkun, þ.e.a.s. losun sem myndi flokkast sem losun á beinni ábyrgð Íslands, losun frá stóriðju og losun frá landnotkun og skógrækt. Uppfært landsmarkmið mun einungis orsaka 15 % samdrátt í heildarlosun Íslands með landnotkun frá 2005-2030. Sé miðað við nýjustu losunartölur, þ.e. upphafsárið 2018, verður samanburðurinn aðeins hagstæðari eða 18% samdráttur frá 2018-2030 (útreikningar gera ráð fyrir losun vegna stóriðju haldist óbreytt fram að 2030).


Slíkar tölur valda vonbrigðum, sér í lagi í ljósi áætlana stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Ekki er enn búið að skilgreina kolefnishlutleysi fyrir Ísland en ljóst er að línuleg þróun frá 2020 að raunverulegu kolefnishlutleysi árið 2040 gerir ráð fyrir helmingssamdrætti í heildarlosun með landnotkun fyrir árið 2030. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á seinni hluta tímabilsins, og rúmlega það. Öll markmið stjórnvalda um lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbr

eytinga) yfir á komandi kynslóðir, staðreynd sem Ungir umhverfissinnar, og fjölmörg ungmennafélög hafa ítrekað bent á. Það er þó ekki öll von úti því stjórnvöld hafa enn tækifæri til að koma raunverulega til móts við kröfur ungs fólks og lögfesta að lágmarki 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030. Framtíð okkar er í ykkar höndum!



Tinna Hallgrímsdóttir varaformaður samtakanna skrifaði ýtarlegri greinargerð á Kjarnann sem nálgast má með því að smella á myndina.


 

Tinna Hallgrímsdóttir vice president of the association wrote an article about this in Kjarninn that can be accessed by clicking on the picture. The article is in Icelandic,


Statement from the Icelandic Youth Environmentalist Association

The Icelandic Youth Environmentalist Association celebrates the fact that Iceland has confirmed its continued participation in the joint Nationally Determined Contribution (NDC) with the EU and Norway to the Paris Agreement. It is expected that the aim will be to achieve a 55% reduction in emissions within the area as a whole by the year 2030 relative to the baseline year 1990. Iceland will need to reduce emissions on its direct responsibility by 40-45% by 2030 relative to 2005, assuming that the calculation methods used in the first NDC (2015-2020) will remain unchanged. Iceland will also need to comply with the emission targets set with regards to the EU economy as well as land use and forestry. In the revised NDC, Iceland put forth its own target, on its direct responsibility, aiming for no net emissions from land use and forestry between now and 2030.


Despite its increased ambitions, the revised NDC does not go far enough in addressing Iceland total emissions including land use. That is, emissions that fall under the categories of emissions on Iceland's direct responsibility, emissions from industry, and emissions from land use and forestry. The revised NDC will result in a mere 15% reduction in Iceland’s total emissions including land use from 2005-2030. If 2018 is used as a baseline year, the total emission reductions would be 18% from 2018-2030 (calculations assume no changes in emissions from industry until 2030).

These percentages are disappointing, especially in light of the goal set by Icelandic authorities about reaching carbon neutrality by 2040. Ekki er enn búið að skilgreina kolefnishlutleysi fyri Ísland but it is clear that a linear trend from 2020 towards carbon neutrality in 2040 would require 50% total emission reductions including land change by 2030. The emission reductions that are not achieved in the first commitment period (between now and 2030) will need to be accounted for more drastically in the second commitment period. Any aims of authorities below 50% emission reductions by 2030 cast the majority of the responsibility (along with the worst consequences of climate change) on coming generations. This is a fact that the Icelandic Youth Environmentalist Association and numerous other youth associations have continuously pointed out. However, all hope is not lost as authorities still have the chance to accept the demands of the youth to integrate into law goals of at least 50% total emission reductions including land use by 2030. Our future is in your hands!








Commentaires


bottom of page