top of page

Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða UU hækkuð úr 5,3 í 21 stig (af 100 mögulegum)

Í kjölfar ábendingar frá Sjálfstæðisflokknum hefur komið í ljós að gögn frá flokknum voru ekki meðhöndluð með réttum hætti. Eftir nýja yfirferð hækkar einkunn Sjálfstæðisflokksins úr 5,3 í 21 stig (af 100 mögulegum). Ungir umhverfissinnar harma þessi mistök og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim.


Flokkunum var tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru:

-Samþykktar stefnur og ályktanir frá landsfundi

-Kosningaáherslur

(skilyrði var að gögn væru birt opinberlega)


Þann 12. ágúst bárust Ungum umhverfissinnum eftirfarandi gögn frá Sjálfstæðisflokknum:


-Ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá síðasta landsfundi flokksins, sem var haldinn 2018.

-Drög (til að flýta fyrir mati matsaðila) að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að flokksráðsfundi loknum þann 28. ágúst 2021.


Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn).


Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð.

Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins.


Eftir að mistökin uppgötvuðust voru matsaðilar látnir fara aftur yfir stigagjöf Sjálfstæðisflokksins, við það mat var einnig tekið tillit til ályktana umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018.


Við yfirferðina bættust 15,7 stig við stigagjöf flokksins, og er því uppfærð lokaeinkunn Sjálfstæðisflokksins 21 stig (af 100 mögulegum).


Eftirfarandi breytingar urðu á stigagjöf:


Kafli: Loftslagsmál


Undirkafli: Umfang markmiða


Stefnumál: Tekið er tillit til losunar vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar (LULUCF): 2 stig


Undirkafli: Aðlögun


Stefnumál: Fjallað um mikilvægi aðlögunar á Íslandi: 2 stig


Alls 4 stig til viðbótar í kafla Loftslagsmál


Kafli: Náttúruvernd


Undirkafli: Orkumál


Stefnumál: Rammaáætlun áfram notuð sem stjórntæki: 2 stig


Undirkafli: Vistkerfi


Stefnumál: Áhersla á endurheimt vistkerfa: 1 stig


Undirkafli: Samstarf og norðurslóðir


Stefnumál: Áhersla á alþjóðasamstarf um náttúruvernd t.d. í gegnum samninga á borð við Samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika: 1 stig


Stefnumál: Áhersla á vernd og líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum: 1 stig


Alls 5 stig til viðbótar í kafla Náttúruvernd


Kafli: Hringrásarsamfélag


Undirkafli: Úrgangsmál


Stefnumál: Úrbætur á Úrvinnslusjóði: 1 stig


Undirkafli: Atvinnumál og réttlát umskipti


Stefnumál: Áform um aukinn sveigjanleika í vinnu (styttingu vinnuviku og fjarvinna): 1 stig


Undirkafli: Sjálfbær sveitafélög


Stefnumál: Heildræn stefna í skólp/fráveitumálum: 1 stig


Undirkafli: Landbúnaður og matvæli


Stefnumál: Endurbætur á styrkjakerfi: 1 stig


Undirkafli: Annað

Stefnumál: Gagnsæi í aðgerðum, upplýsingagjöf og miðlun: 1 stig

Stefnumál: Áhersla á samráð og að virkja almenning (public engagement): 0,7 stig


Stefnumál: Dregið úr losun, notkun hráefna og úrgangi frá byggingariðnaðinum: 1 stig


Alls 6,7 stig til viðbótar í kafla Hringrásarsamfélag


Við yfirferðina bættust því 15,7 stig við stigagjöf flokksins, og er því uppfærð lokaeinkunn Sjálfstæðisflokksins 21 stig (af 100 mögulegum).


Uppfærða einkunnatöflu má sjá hér að neðan, en taflan í heild sinni hefur einnig verið uppfærð á vefsíðu verkefnisins https://solin2021.is/. Notast verður við uppfærða útgáfu í öllu komandi kynningarefni verkefnisins, stafrænu sem og prentuðu.




bottom of page