top of page

Aðalfundur UU 2024

Updated: 7 days ago


Taktu þátt í aðalfundi Ungra umhverfissinna árið 2024!

Fundurinn verður haldinn 27. apríl kl. 13:30 til 16:00 á Center Hotel Plaza.


Hefur þú ekki tök á að mæta í eigin persónu? Engar áhyggjur! Þú getur einnig tekið þátt rafrænt - hlekkur verður birtur síðar.


Á fundinum verður kosin ný stjórn félagsins og hvetjum við öll áhugasöm til að gefa kost á sér! Allir félagar undir 35 ára aldri geta boðið sig fram. Til að tilkynna um framboð skal fylla út þetta form. Senda má tillögur að laga- og stefnubreytingum á netfangið ungir@umhverfissinnar.is. Tillögur þurfa að berast eigi síðar en kl. 13:30 þann 22. apríl.


Til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi þarf að skrá sig í félagið í síðasta lagi viku fyrir aðalfund eða fyrir kl. 13:30 þann 20. apríl. Skráning er sem áður ókeypis og fer fram hér.


DAGSKRÁ


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram

3. Ársreikningur lagður fram

4. Lagabreytingar

5. Tilkynnt hver hlýtur titilinn Ungi umhverfissinninn 2023-24!* (sjá nánar neðar)


Stutt fundarhlé


6. Kosið í embætti

__6.1 Kosning stjórnar

__6.2 Kosning tveggja trúnaðarfulltrúa

__6.3 Kosning skoðunarmanneskju reikninga

7. Önnur mál

8. Aðalfundi slitið og boðið upp á vegan veitingar!


*Á fundinum munum við verðlauna almennan félaga fyrir framúrskarandi störf í þágu félagsins á starfsáarinu 2023-24, og hlýtur sá aðili titilinn Ungi umhverfissinninn 2023-24. Tekið er við tilnefningum hér.


Fundarstaðurinn mun hafa gott hjólastólaaðgengi. Ef það vantar aðra þjónustu er varðar aðgengi á fundinum, ekki hika við að hafa samband! Athugið að fundurinn verður haldinn á íslensku og ensku í bland.


Taktu þátt í umræðum um umhverfismál, kosningu á nýrri stjórn og hafðu jákvæð áhrif á umhverfið - hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

bottom of page