top of page

Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga

Formaður UU var í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi um raforkumál á Íslandi.

Ýmsir aðilar hafa nýlega gefið í skyn að almenningur þurfi að hafa áhyggjur af raforkuskorti en vandinn er í raun sá að meðan stjórnvöld hafa ekki enn myndað Orkustefnu hefur mikil aukning orðið á nýjum stórnotendum (gagnaverum) án þess að tekið sé fullt tillit til hagsmuna almennings. Þannig er raforka seld nýjum stórnotendum "þar til allt klárast" og þá gefið í skyn að annaðhvort þurfi að raska meiri náttúru eða skerða raforkudreifingu til almennings.

Áhugavert útspil í þessari umræðu er keypt auglýsing í Fréttablaðinu s.l. 12. júlí, sem þó var undir því yfirskyni að vera "kynningarblað" nefnt "Orka Íslands", sjá bls. 18: https://www.visir.is/paper/fbl/190712.pdf

Tímasetningin er jafnframt áhugaverð því nú hefur einmitt komið í ljós að HS Orka og VesturVerk hafa fengið leyfi frá Árneshreppi til að dulbúa virkjanaframkvæmdir sem rannsóknir en sú leyfisútgáfa hefur eðlilega verið kærð af nokkrum aðilum: https://www.visir.is/g/2019190629961/framkvaemdir-dulbunar-sem-rannsoknir-

Áhugasamir geta kynnt sér umsögn UU um 1. áfanga Orkustefnu í 'Viðauka I' við ársskýrslu félagsins 2018-2019: https://drive.google.com/file/d/1k1TISQn4msuNyI-1AGlbbr6cCOLsigbV/view

Ársskýrslur UU og viðlíka gögn má jafnframt nálgast hér: http://www.umhverfissinnar.is/starfsemi/


Commentaires


bottom of page