top of page

Upplýsingafundir loftslagsverkfallsins

Loftslagsverkfallið blæs til þriggja upplýsingafunda í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Okkur til halds og trausts verða þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni: -Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ -Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar -Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs


Einnig verða erindi frá fjölbreyttum gestum. Fundarstjóri er Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna.


Upplýsingafundirnir verða haldnir í stóra sal Norræna hússins og bjóðum við fréttafólk jafnt sem almenning velkomin. Fyrir þau sem ekki komast verður netstreymi (hlekkur birtur síðar). Tekið verður við spurningum úr sal og úr streyminu og vonumst við til að geta skapað umræður að erindum loknum.

Nú fer að líða að fyrsta fundinum en hann verður haldinn föstudaginn 20. ágúst frá kl. 13:30-14:30. Þar verður rædd röskun mannkyns á kolefnishringrás Jarðar.


Dagskrá:


Ávarp: Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- og sjálfbærnifræðum við HÍ


Kynning frá sérfræðingunum sem munu leiða okkur gegnum fundina þrjá:

-Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs -Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar -Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ


Erindi:

-Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun HÍ og einn af upphafsmönnum Carbfix: áhrif mannkyns á kolefnishringrás Jarðar -losun frá iðnbyltingu til dagsins í dag. -Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice: losun Íslands í fortíð og framtíð.


Norræna húsið er með hjólastólaaðgengi og boðið verður upp á táknmálstúlkun. Viðburðurinn fer fram á íslensku en boðið verður upp á enska undirtitla á upptökunni þegar hún verður gerð aðgengileg. Vinsamlegast hafið samband ef þörf er á einhverju öðru sem tengist aðgengi á viðburðinn.


Enn frekari upplýsingar um fundinn má nálgast á Facebook viðburði, hér.


Fundur númer 2 verður síðan haldinn þann 4. september undir yfirskriftinni "Kolefnishlutleysi, hvert stefnum við?". Frekari upplýsingar um hann má nálgast á Facebook viðburði, hér.


Og fundur númer 3 verður svo þann 22. október undir yfirskriftinni "Að skapa nýja framtíð". Frekari upplýsingar um hann má einnig nálgast á Facebook viðburði, hér.

Comments


bottom of page