Ungir umhverfissinnar leggjast einhliða gegn áformum meirihluta fjárlaganefndar, sem lögð eru fram í nefndaráliti þeirra um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023, um að samþykkja svokallað ‘sveigjanleikaákvæði’ er varðar viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (e. Emission Trading System, ETS). Í ákvæðinu felst að Ísland hafi heimild til að nota takmarkaðan hluta ETS-heimildanna til að standa skil á skuldbindingum um samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands (e. Effort Sharing Regulation, ESR). Líkt og láðist að taka fram í nefndarálitinu er um að ræða umtalsverðan hluta af ESR skuldbindingum Íslands, eða 4%, sem er mesti sveigjanleiki sem boðið er upp á (sjá hér undir: ‘Flexibility to access allowances from the EU ETS’).
top of page