top of page

Umsögn skilað um verndarsvæði í hafi

Ungir umhverfissinnar hafa nú skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (verndarsvæði í hafi).


Félagið fagnar því að Matvælaráðuneytið hafi skipað starfshóp um verndarsvæði í hafi og að þau leggi hér með til að þeirri vinnu verið haldið áfram. Það er í samræmi við skuldbindingar sem Ísland hefur sett sér, um að uppfylla svokallað 30x30 markmið Samnings SÞ um líffræðilega fjölbreytni. Tíminn er naumur og við erum langt langt á eftir áætlun er kemur að skuldbindingum okkar um vernd hafsins. Skýtur það sérstaklega skökku við með tilliti til þess að við höfum frá byggingu landsins reitt afkomu okkar á heilbrigðu hafi.


Það er von okkar í UU að viðleitni sem lýst er í þessum áformum um lagasetningu séu liður í því að raungera þá framtíðarsýn sem við reiðum raunar framtíð okkar á, og að Ísland verði í fremstu röð ríkja þegar kemur að verndun hafsvæða og vistkerfa. 




Lesið umsögnina í heild sinni hér:



Comments


bottom of page