top of page

Skýrsla varðandi hálendissýn ungs fólks verður send á ráðuneyti


“Ungu fólki er hálendið mjög hugleikið og hálendið hefur verið stór partur af náttúruupplifun íslendinga í áranna rás. Mikilvægt er að finna jafnvægi milli þess að nýta auðlindina og að standa vörð um að nýtingin komi ekki niður á sérstöðu svæðisins í heild.”


Svona byrjar skýrsla Þorgerðar M Þorbjarnadóttur fyrrum formanns UU varðandi ráðstefnu Ungra umhverfissinnar um Hálendissýn ungs fólks. Skýrslan verður send á ráðuneytið á næstu dögum.


“Þann 21. Maí 2021 stóðu Ungir umhverfissinnar fyrir ráðstefnu með yfirheitið Hálendissýn ungs fólks. Ráðstefnan fór fram í Héraðsskólanum að laugarvatni. Stefnt var að því að hafa allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkana með þátttöku á ráðstefnunni ásamt ungliðahreyfingum af ýmsum toga. Markmiðið var að sameina sjónarmið ungs fólks þegar kemur að málefnum hálendisins.”



(Þátttakendur á ráðstefnunni Hálendissýn ungs fólks)


“Þar sem þátttaka dreifðist ekki eins jafnt yfir félög og vonast var eftir endurspegla niðurstöðurnar ekki endilega þverskurð alls pólitíska litróf ungliðahreyfinga eins og hugmyndin var en niðurstöðurnar má þó skoða með það í huga.”


“Greinilegt er að fulltrúum ungliðahreyfinganna þykir helstu styrkleikar hálendisins vera ferðafrelsið, verndun auðlindanna, uppgræðsla landsins og sameiningartáknið sem náttúran gefur okkur.”



Comments


Allir ungir umhverfissinnar sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta skráð sig og það kostar ekkert. Með skráningu getur þú m.a. tekið þátt í nefndastarfi og annarri hagsmunagæslu Ungra umhverfissinna.

ungir@umhverfissinnar.is

Kt. 5104130240

Bankareikningur: 0115-26-010488

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
bottom of page