Fyrsti landsfundur Ungra umhverfissinna var haldinn með pompi og prakt þann 29. og 30. október á Hótel Natura í Reykjavík. Á fundinn mættu um 50 manns sem hlýddu á erindi frá um 25 sérfræðingum um hin ýmsu málefni tengd náttúruvernd. Að auki sköpuðust umræður milli ungs fólks, sérfræðinga og ráðafólks. Fundinum var skipt upp í fjögur þemu en innan hvers þeirra fengum við erindi frá helstu sérfræðingum landsins um ákveðin málefni. Líflegar umræður sköpuðust um málefnin og ýmis atriði voru sett á blað. Þessi atriði verða seinna nýtt til stefnumótunar Ungra umhverfissinna í náttúruvernd.
Hér má sjá samantekt helstu umræðupunkta sem komu fram á fundinum. Alla umræðupunktana má finna í heild sinni í viðauka sem fylgir með hér að neðan.
Hér má nálgast samantekt og viðauka í pdf formi.
Comments