top of page

Sólin rís !

Updated: 1 day ago

Um helgina kynntum við með miklu stolti Sólina, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna, fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið sem voruð ekki nógu heppin til að vera í salnum getið enn horft á kynninguna í þessum tengli:




Nánari niðurstöður má nálgast hér:



Markmið Sólarinnar 2024 er að meta stefnur og kosningaáherslur stjórnmálaflokkanna í þrem meginþáttum: Loftslagsmál, náttúruvernd og hringrásarsamfélag. Tilgangur þessa verkefnis er fjórþættur:


  • Að koma loftslags- og umhverfismálum í brennidepil fyrir komandi kosningar sem sárleg vöntun er á.

  • Að veita stjórnmálaflokkum aðhald.

  • Að upplýsa almenning um metnað stjórnmálaflokka í umhverfismálum.

  • Að lyfta rödd ungs fólks í umræðunni um ákvarðanatöku sem tengist umhverfismálum.


Aðferðafræði Sólarinnar var mótuð fyrir Alþingiskosningarnar 2021 og geta áhugasamir lesið sér til um þá framkvæmd og niðurstöður hér. Sú vinna var leidd af Ungum umhverfissinnum með aðstoð og ráðgjöf frá fjölmörgum utanaðkomandi sérfræðingum. Einkunnakvarðinn sem var afrakstur þeirrar vinnu var gefinn út fyrir síðustu kosningar með það í huga að hann gæti verið leiðarvísir fyrir flokkana til að bæta stefnur sínar. Kvarðinn er alls 100 stig og skiptist í þrjá kafla: Loftslagsmál (40 stig), náttúruvernd (30 stig) og hringrásarsamfélag (30 stig). Kvarðann í heild sinni, með rökstuðningi og heimildun, má finna hér.


Von okkar er sú að með aðstoð niðurstaðna úr þessari einkunnagjöf geti öll, ung sem aldin, tekið upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann.


Comments


bottom of page