top of page

Ný stjórn UU 2024-25! / New board of UU '24-25

Updated: Aug 22

Ungir umhverfissinnar (UU) kynna með stolti nýja stjórn félagsins sem var kjörin á aðalfundi UU í gær, 27. apríl 2024:


Forseti: Finnur Ricart Andrason

Varaforseti: Snorri Hallgrímsson

Gjaldkeri: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen 

Fræðslufulltrúi: Ragnhildur Katla Jónsdóttir

Hringrásafulltrúi: Laura Sólveig Lefort Scheefer

Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris

Náttúruverndarfulltrúi: Sigrún Perla Gísladóttir

Samskiptafulltrúi: Fífa Jónsdóttir



Aðalfundur Ungra umhverfissinna var haldinn 27. apríl s.l. á Center Hotels Plaza og var mikið fjör! Á fundinum voru ársskýrsla og ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 2023-24 samþykkt, kosið um ýmsar lagabreytingartillögur, stofnaðar nýjar nefndir og kosið í nýja stjórn. 


Á líðandi starfsári hélt félagið áfram að vaxa og dafna og jókst fjöldi félaga upp í tæplega 1600. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu jukust einnig verulega og komum við fram í fjölmiðlum tæplega 70 sinnum á starfsárinu. Auk þess skipulögðum við 36 viðburði og skrifuðum 46 blaðsíður af umsögnum við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:


  • Áhrifaríkt og áberandi ákall um bann við hvalveiðum í samstarfi við önnur samtök.

  • Kraftmikla þátttöku á COP28, loftslagsráðstefnu Sþ. í Dúbaí í desember 2023.

  • Útgáfa Handbók loftslagsaktívistans.

  • Útgáfa Sólin, arkíf og verkfærakista - bókverk um Sólina, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna í aðdraganda þingkosninga 2021.

  • Greina- og umsagnaskrif, reglulega fundi með ráðherrum, fjölmörg erindi og framkomur. o.fl. (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2023-24 hér).


Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. Tunglið, framhaldsverkefni Sólarinnar, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúru- og loftslagsvernd sem og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir.


Farið verður yfir frekari fréttir frá aðalfundi Ungra umhverfissinna 2024 hér á heimasíðu og samfélagsmiðlum UU næstu dögum.


Comments


bottom of page