top of page

Ný stjórn Ungra umhverfissinna 2022-23 kjörin

UNGIR UMHVERFISSINNAR KYNNA MEÐ STOLTI NÝJA STJÓRN FÉLAGSINS:

Forseti: Tinna Hallgrímsdóttir

Varaforseti: Egill Ö. Hermannsson

Ritari: Brynja Þorsteinsdóttir

Gjaldkeri: Snjólaug Heimisdóttir

Kynningar- og fræðslufulltrúi: Steffi Meisl

Loftslagsfulltrúi: Finnur Ricart Andrason

Náttúruverndarfulltrúi: Ástrós Eva Ársælsdóttir

Hringrásarhagkerfisfulltrúi: Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir


Stjórn Ungra umhverfissinna fyrir starfsárið 2022-2023.


Aðalfundur Ungra umhverfissinna var haldinn í gær (10. apríl) og var mikið fjör! Á fundinum voru ársskýrsla og ársreikningur félagsins samþykkt, kosið um ýmsar lagabreytingartillögur, tilkynnt um Unga umhverfissinna ársins og að lokum kosið í nýja stjórn.


Perla Gísladóttir, fáfarandi gjaldkeri félagsins sá um fundarstjórn.


Stefán Örn Snæbjörnsson hlaut titilinn Ungi umhverfissinni ársins 2021-22 og fær hér afhent viðurkenningarskjal frá Tinnu Hallgrímsdóttur, forseta.


Á líðandi starfsári stimplaði félagið sig enn betur inn sem lykil hagsmunagæsluafl í umhverfis- og loftslagsumræðunni á Íslandi og kom fráfarandi stjórn ásamt öllum frábæru félögum félagsins ótrúlega mörgu í verk eins og sjá má í yfirgripsmikilli Ársskýrslu fyrir starfsárið 2021-22 (sjá neðar). Við máluðum Alþingiskosningarnar gular með áhrifamikla Sólarkvarðanum okkar, við stigum á stóra sviðið í loftslagsheiminum þegar við sóttum COP26 og börðumst fyrir auknum loftslagsaðgerðum á alþjóðavettvangi, við héldum tvo stórglæsilega landsfundi til að leggja grunn að endurnýjaðri stefnu félagsins í náttúruverndar-, fræðslu-, og kynningarmálum, við skipulögðum risastór Loftslagsverkföll, skrifuðum ótal margar umsagnir og greinar, fluttum erindi á tugum viðburða og margt, margt fleira.


Hægt er að sjá Ársskýrslu Ungra umhverfissinna fyrir starfsárið 2021-2022 hér:

Ársskýrsla Ungra umhverfissinna 2021 - 2022
.pdf
Download PDF • 13.19MB

Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og með spennandi og skapandi verkefni í kortunum. Heimsfaraldurinn hefur litað síðustu tvö starfsár félagsins að miklu leyti, en eitt okkar helstu markmiða á næstu mánuðum er að koma upp meiri samfélags-stemningu innan félagsins til að þeir rúmlega 1300 félagar okkar geti kynnst hvort öðru betur og fundið fyrir meiri ábyrgð í starfinu. Samhliða þessu viljum við leggja áherslu á að valdefla sem flesta félaga til að beisla þann mikla kraft sem enn blundar í félaginu. Og auðvitað verða megináherslur okkar áfram að vera málsvari náttúrunnar og ungs fólks í umhverfismálum, og að krefja stjórnvöld um fullnægjandi aðgerðir þegar kemur að náttúruverndar-, loftslags-, og hringrásarhagkerfismálum.


Með þakklæti og baráttuhug þakkar gömul stjórn fyrir frábært starfsár og ný stjórn tekur við keflinu, reiðubúinn að halda baráttunni áfram af enn meiri krafti!


Perla Gísladóttir, fráfarandi gjaldkeri félagsins, kynnir rekstur og fjárhagsstöðu félagsins á Aðalfundi UU 2022.


Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, fráfarandi náttúruverndarfulltrúi félagsins, kynnir glæsileg störf náttúruverndarnefndar UU á líðandi starfsári.


Tinna Hallgrímsdóttir, forseti kynnir yfirgripsmikla Ársskýrslu félagsins á Aðalfundi UU 2022.


Tinna Hallgrímsdóttir, forseti kynnir kaflan um Sólina í Ársskýrslu félagsins fyrir starfsárið 2021-2022.


Egill Ö. Hermannsson, varaforseti leggur lagabreytingartillögur til samþykktar á Aðalfundi Ungra umhverfissinna. Meðal tillaganna var að kynhlutleysa orðalagið í samþykktum félagsins og að koma upp lýðræðislegra kosningarfyrirkomulagi.Comentários


bottom of page