top of page

Loftslagsfestivalið 2022

Loftslagsfestivalið var haldið í fyrsta skipti á Menningarnótt 2022. Þetta var ekki hefðbundið loftlagsverkfall þar sem það var boðið upp á veitingar, tónlistaratriði og eldræður - þess vegna var ákveðið að kalla þetta loftslags festival. Meðal annars vildum við að viðburðurinn væri aðgengilegur og aðlaðandi fyrir allan almenning og pössuðum við upp á að hafa þetta fjölskylduvænt þar sem þetta var á Menningarnótt.


Hátíðin fór fram á Austurvelli með blandaðri þriggja klukkutíma dagskrá. Meðal þeirra sem fluttu tónlistaratriði voru Högni Egilsson og Gugusar, og á meðal þeirra sem héldu ræður voru Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinnar og Finnur Ricart Andrason, loftlagsfulltrúi UU. Dagskránna með nöfnum tónlistaratriðanna og ræðufólksins má sjá neðst í þessari færslu.