Geðfræðslufélagið Hugrún og Ungir umhverfissinnar standa fyrir viðburði í Norræna húsinu á þriðjudag. Kristborg Þráinsdóttir, viðburðastýra Ungra umhverfissinna, segir að yfirskrift viðburðarins „Andleg heilsa á tímum loftslagsbreytinga“ lýsi umræðuefninu nokkuð vel þar sem fjallað verður um loftslagskvíða bæði á faglegan hátt og með reynslusögum. Þá verður sömuleiðis fjallað almennt um tengsl umhverfismála og geðheilsu. Rúv núll ræddi við Kristborgu og viðtalið má nálgast hér.
top of page
bottom of page
コメント