English below.
Í dag héldum við netviðburð á zoom í samstarfi við Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og París 1,5. Viðburðinum var deilt á facebook og fjöldi fólks fylgdist með. Þann 23. júní kynnti ríkisstjórnin nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. (sjá: http://co2.is/) Ungir umhverfissinnar, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og París 1,5 hafa öll skilað umsögnum um aðgerðaráætlunina. Eftir situr þessi spurnig, Hvar er þríeykið í loftslagsmálum? Erindin voru 4: Þorgerður M Þorbjarnardóttir talaði fyrir hönd Ungra umhverfissinna. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir talaði fyrir hönd Landverndar. Eyþór Eðvarðarsson talaði fyrir hönd baráttuhópsins París 1,5 Árni Finnsson talaði fyrir hönd Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Góður tími var fyrir spurningar og umræður að loknum erindum.
Fundarstjóri var úr hópi loftslagsverkfallsins en það var hún Ida Karólína Harris.
Upptöku af viðburðinum má finna HÉR en minnum á að viðburðurinn byrjar 6 mínútur og 33 sekúndur inn í vídjóið.
//
Today we hosted an event on zoom with Landvernd, Icelandic Nature Conservation Association and París 1,5. The panel was streamed over facebook and a lot of people were watching. On June 23. the government released a new plan for action concerning the climate. (see: http://co2.is/) The Icelandic Association of Young Environmentalists, Landvernd, Iceland Nature Conservation Assotiation (INCA) and París 1,5 movement have all written public comments on the plan, leaving us with this simple question. Where are the specialists for climate change? (in relation to the three specialist that have gotten total trust from the government in battling the covid 19) 4 short presentations were held Þorgerður M Þorbjarnardóttir represented the Icelandic Association of Young Environmentalists Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir represented Landvernd Eyþór Eðvarðarsson represented the Paris 1,5 movement, Árni Finnsson represented Iceland Nature Conservation Assotiation (INCA)
There was time for questions after the presentations.
Moderator was from the Fridays for Future movement Ida Karólína Harris.
A recording of the event can be found HERE. Note that it starts 6 minutes and 33 seconds into the video.
Comments