top of page

Friðdardagar

Í vikunni hafa farið fram friðardagar í Reykjavík sem Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands stendur að í sam­starfi við UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi og utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Umræðan í ár fer alfarið fram á net­inu, með hlað­varpss­eríu og völdum greinum sem birtar verða dag­ana 10. til 16. októ­ber á www.frid­ar­set­ur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku sam­fé­lagi og um leið verið öfl­ugri málsvari á alþjóða­vett­vangi á sviði friðar og mann­rétt­inda.


Formaður Ungra umhverfissinna kom fram í hlaðvarpinu og fjallaði um það hvernig loftslagsbreytingar geta valdið ófriði í heiminum. Serían ber nafnið Er friðurinn úti? og 5. þáttur ber nafnið Friður, flótti og loftslagsbreytingar. Á hann má hlusta hér.


Þorgerður skrifaði einnig grein til að vekja athygli á hlaðvarpinu sem birt var á Kjarnanum og ber titilinn Loftslagsbreytingar valda flótta og neyð og við erum ábyrg. Hana má lesa hér.







Comments


bottom of page