top of page

Breytingar á stjórn UU

Kæru Ungu umhverfissinnar, 


Nú eru breytingar framundan í stjórn félagsins sem okkur langar að kynna fyrir ykkur. Frá og með deginum í dag (25. október) mun Finnur Ricart Andrason ljúka störfum sínum sem forseti UU og fara í önnur verkefni eftir þriggja og hálfs árs setu í stjórn félagsins, fyrst sem loftslagsfulltrúi og síðan sem forseti UU.

 

Viljum við þakka honum innilega fyrir hans ótæmandi elju í dyggð við störf sín í þágu félagsins og umhverfisins á þessum árum. Hans verður sárt saknað.

 

Varaforseti félagsins, Snorri Hallgrímsson, tekur því við hlutverki forseta UU frá og með deginum í dag og mun stjórnin taka ákvörðun um framhaldið á næstu vikum.


Kveðja,

Stjórn UU

Comments


Allir ungir umhverfissinnar sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta skráð sig og það kostar ekkert. Með skráningu getur þú m.a. tekið þátt í nefndastarfi og annarri hagsmunagæslu Ungra umhverfissinna.

ungir@umhverfissinnar.is

Kt. 5104130240

Bankareikningur: 0115-26-010488

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
bottom of page