top of page

Þátttaka Íslands í MockCOP26

English Below


Þegar sameinuðu þjóðirnar tilkynntu að fallið væri frá því að halda árlega ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál leituðu ungmenni nýrra leiða til þess að halda hana þar sem loftslagsváin hefur ekki minnkað þrátt fyrir að veiran hafi komið fram á sjónarspilið.


Hópur 200 ungmenna í 52 löndum á vegum nokkurra samtaka eins og Students Organizing for Sustainability (SOS) tóku saman höndum og ákváðu að halda vefráðstefnu á þeim tíma sem ráðstefnan átti að vera, 19. nóv til 1. des 2020 til þess að sýna stjórnvöldum hvernig COP væri ef ungmenni fengju að stjórna henni að öllu leiti.


350 fulltrúar frá 151 löndum tóku þátt í ráðstefnunni og Ísland var þar á meðal. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður UU og Dagmar Lukka Loftsdóttir tölvunarfræðingur voru fulltrúar Íslands á þessum merka viðburði. Þær gáfu út tilkynningu frá Íslandi og segja heimsbyggðinni hvernig loftslagsmál koma við Íslendinga og hvernig Íslensk stjórnvöld takast á við loftslagsvánna. Á ráðstefnunni komu fram eins tilkynningar frá öllum þátttökulöndunum og er hægt að horfa á allar ræðurnar á youtube rás MockCOP26 og lesa þær í samningnum sem var samþykktur á ráðstefnunni.


Mikil áhersa var lögð á aðgengi á ráðstefnunni og hægt var að taka þátt mörgum tungumálum. Ríki frá svæðum sem nú þegar verða verst fyrir barðinu á loftslagsbreytingum (global south) fengu fleiri fulltrúa en við sem búum við meiri stöðugleika (global north). Einnig var rík áhersla lögð á að fyrirlesarar séu sérfræðingar frá þeim löndum sem um ræðir. Þannig er röddum minnihlutahópa haldið á lofti.


Þemu ráðstefnunnar voru: loftslagsjafnrétti, fræðsla og menntun, andleg og líkamleg heilsa, græn störf og tölusett markmið þjóða (NDC).


Í lok ráðstefnunnar samþykktu fulltrúar allra þjóðanna lagasetningatillögur sem finna má í samningnum sem samþykktur var en hann má finna á mockcop.org/treaty. Við frá Íslandi komum til með að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að nota drifkraftinn í ungmennasamfélagi heimsins til þess að þrýsta á stjórnvöld að gera betur.


//


When the UN conference on Climate Change was postponed because of Covid-19, youth all over the world was shocked since climate change has not stopped even though the pandemic has taken its toll.


More than 200 students from 52 countries organised an online alternative 19th of November to 1st of December 2020 with the organisation Students Organizing for Sustainability (SOS). The MockCOP26 aims to show world leaders how COP would be if it were us, the youth, both organizing and attending the conference.


More than 350 young delegates from 151 countries are set to take part. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, chair of the Icelandic Youth Environmentalist Associaton and Dagmar Lukka Loftsdóttir computer scientist are the delegates from Iceland. Each delegate provided a powerful statement outlining the views of young people from the countries they represent. How is climate change affecting them and what are politicians doing about it? You can see the Icelandic statement here. You can also see all of the statements on the youtube site of MockCOP26 and read them in the treaty that was written by the delegates.


Mock COP26 was a very inclusive event that prioritised amplifying voices from the Global South, as well as those of minorities. The Global South has more delegates per country and there is an emphasis on getting local experts to speak about climate issues where they are happening.


The conference featured empowering keynotes and panels by global names and youth activists. Discussions were framed around five conference themes: climate justice, education, health and mental health, green jobs, and carbon reduction targets (NDCs).


The conference culminated in a powerful statement from the young delegates, which will be presented to world leaders to raise ambition ahead of COP26. You can find the treaty here at mockcop.org/treaty. Following the event, delegates will be supported and mentored to engage their domestic politicians in the run up to COP26. We in Iceland will do everything we can to use the momentum the youth has maintained globally. You can listen to all of the speeches and panels on their youtube channel MockCOP26 and follow them on various social media.



Comments


bottom of page