Í dag fer af stað herferðin Aðgerðir strax!, skipulögð af Loftslagsverkfallinu til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Herferðin stendur yfir 12. febrúar til 5. mars 2021.
Vefsíða Ungra umhverfissinna mun hýsa síðuna fyrir hönd Loftslagsverkfallsins en að því standa Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Landssamband íslenskra stúdenta ásamt Ungum umhverfissinnum.
Myndband Loftslagsverkfallsins má sjá á síðunni ásamt greinum skrifuðum af aðgerðarsinnum.