Um okkur

Ungir Umhverfissinnar

 

tumblr_n6rzpcsMk41st5lhmo1_1280

 

Sagan

Ungir umhverfissinnar eru vettvangur ungs fólks á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Samtökin voru stofnuð í mars 2013 og voru stofnmeðlimir um fjörutíu en í upphafi árs 2017 voru þeir orðnir rúmlega 500. Á fyrsta starfsári sínu héldu samtökin m.a. pallborðsumræður fyrir Alþingiskosningar, styrktartónleika, atburð á Menningarnótt og tóku þátt í mótmælum ásamt öðrum umhverfissamtökum. Samtökin sendu frá sér nokkrar ályktanir um umhverfismál, héldu erindi í skólum og gáfu frá sér fræðslumyndbönd. Auk þess var stofnuð Facebook-síða þar sem haldið er uppi reglulegri umfjöllun um hin ýmsu umhverfis- og náttúruverndarmál.

Í dag er komið upp öflugt nefndarstarf hjá félaginu sem allir meðlimir geta tekið þátt í en þar ber helst að nefna skólp- og sorpnefnd, sjávarnefnd og miðhálendisnefnd. Einnig er búið að koma á fót starfseiningum Ungra umhverfissinna bæði á Austurlandi og Suðurlandi.

Umhverfismálin eru orðin mál málanna og því er mikið framundan hjá okkur, við hvetjum þig því eindregið til að skrá þig og taka þátt!