Samþykktir Ungra umhverfissinna

I. KAFLI
Nafn og markmið

1. gr.
Nafn félagsins er Ungir umhverfissinnar. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Nafn félagsins er skammstafað UU.

2. gr.
Framtíðarsýn félagsins er að á Íslandi byggist upp grænt hagkerfi þar sem jafnrétti kynslóða hvað varðar aðgengi að náttúruauðlindum er tryggt. Framtíð þar sem sjálfbærni er tryggð og almenn umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í allri ákvörðunartöku og löggjöf ríkissins.

3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.

II. KAFLI
Störf félagsins

4. gr.
Félagsmenn geta myndað undirnefndir með samþykki stjórnar til að efla starf félagsins. Nefndirnar vinna að fyrirfram gefnum markmiðum varðandi ákveðinn málaflokk hverju sinni.

III. KAFLI
Félagsmenn

5. gr.
Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn.

6.gr.
Ekki er skylda að greiða árgjald til að verða félagsmaður.

IV. KAFLI
Fundir

7. gr.
Fundarhöld eru á ábyrgð stjórnar. Boða skal til opinna funda með minnst viku fyrirvara.

8.gr
Vilji félagsmenn koma máli á dagskrá opinna funda skal senda það til stjórnar 5 dögum fyrir opinn fund og skal stjórn taka óskina til greina og verða við henni ef kostur er.

9. gr.
Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða.

V. KAFLI
Aðalfundur

10. gr.
Aðalfundur skal haldinn að vori, fyrir 1. maí ár hvert og skal boðaður á opinberum vettvangi með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara. Á fundinum skal farið eftir almennum fundarsköpum.

11. gr.
Stjórn eða 15 félagsmenn geta farið fram á að boðað verði til auka aðalfundar. Halda skal fundinn innan mánaðar frá því að krafa berst. Fundinn skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara.

12. gr.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Kosning formanns
6. Kosning 4 stjórnarmanna
7. Kosning 2 varamanna
8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga
9. Önnur mál

13. gr.
Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða.

VI. KAFLI
Stjórn

14. gr.
Kosið skal í stjórn félagsins á hverjum aðalfundi, sem og í stöður varamanna.

15. gr.
Stjórn skal skipuð formanni, 4 stjórnarmönnum og 2 varamönnum.
a) Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi, útbýr fundardagskrá og stýrir fundahöldum. Formaður skal vera talsmaður félagsins innan sem utan þess.
b) Stjórnarmenn skulu skipta með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund. Stjórn skal að minnsta kosti skipta með sér eftirfarandi embættum: ritari og gjaldkeri en er að öðru leiti frjálst að ákveða hvernig hlutverkaskipting er innan stjórnar.

16. gr.
1. og 2. varamaður ganga í stað stjórnarmanna við forföll. Varamenn eru boðaðir á stjórnarfundi og hafa fullan tillögu- og þátttökurétt. Varamenn hafa aðeins atkvæðisrétt séu þeir staðgengill stjórnarmanns.

17. gr.
Stjórn ber ábyrgð á því efni sem birtist í nafni félagsins og fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.

VII. KAFLI
Fjármál

18. gr.
Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.

19. gr.
Fjármögnun félagsins er í formi styrkveitinga, framlaga, fjáraflana og tekna er af starfsemi félagsins kunna að leiða. Félagið skal þó ekki rekið í hagnaðarskyni.

20 gr.
Leggja skal ársreikninga fyrir aðalfund. Ársreikningur skal áður yfirfarinn og undirritaður af skoðunarmanni reikninga sem kjörinn var úr hópi félagsmanna á aðalfundi árið áður.

21. gr.
Félagsmenn sem gera fjárhagslegar skuldbindingar án samþykkis stjórnar eru persónulega ábyrgir fyrir þeim skuldbindingum.

VIII. KAFLI
Slit

22. gr.
Ef upp kemur tillaga um slit félagsins á aðalfundi skal aðalfundur kjósa um tilöguna og þarf þá að samþykkja hana með 80% atkvæða. Sé tillagan samþykkt skal aðalfundi slitið og boðaður nýr þar sem samþykkja þarf á ný tilögguna um slit félgasins og þá aftur með 80% atkvæða.

23.gr.
Við slit félagsins skulu eignir félagsins renna til Landverndar.

IX. KAFLI
Lagabreytingar og gildistaka

24.gr.
Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast til stjórnar, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingatilögur eru sendar til aðildarfélaga ekki seinna en viku fyrir aðalfund.

25.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 14. mars 2013 og var breytt á aðalfundi 5. apríl 2017 og aðalfundi 14. apríl 2018.