Fréttir

Ungir Umhverfissinnar

Aðalfundur Ungra Umhverfissinna

Kæru Umhverfissinnar! Nú er öðru starfsári Ungra umhverfissinna að ljúka. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 12. mars. Fundurinn verður settur kl. 20:00. Ungir umhverfissinnar eru félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Við hvetjum til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál Einu skilyrðin fyrir því að bjóða sig fram eru að vera meðlimur í Ungum Umhverfissinnum, hægt er að skrá sig með því að senda nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst á umhverfissinnar@gmail.com. Einnig verður hægt að skrá sig á fundinum sjálfum. Boðið verður upp á pitsu og gos. Ef meðlimir hafa einhver önnur mál sem þeir vilja að rædd séu á aðalfundinum endilega sendið okkur póst á umhverfissinnar@gmail.com eða sendið okkur línu hér á facebook. Vonumst til að sjá sem flesta! Kv. Stjórnin Hér er linkur á eventinn á facebook:...

Peoples climate march

Á Sunnudaginn marserar fólk um allan heim í loftslagsgöngum – people’s climate march – og það ætlum við hér á Íslandi að gera líka til að minna stjórnvöld á vilja hins almenna borgara!

“Þann 21. september mun almenningur fylkja liði um allan heim til að krefjast þess að gripið verði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið leiðtogum þjóðríkja heims til fundar í New York þann 23. sept. til þess að liðka fyrir að samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði náð á næstu loftslagsráðstefnu SÞ í París í lok árs 2015.