Fréttir

Ungir Umhverfissinnar

Stjórn 2018-2019 kjörin á aðalfundi s.l. laugardag 14. apríl 2018.

Á aðalfundi Ungra umhverfissinna, s.l. laugardag 14. apríl 2018, var kjörin ný stjórn en hana sitja: Pétur Halldórsson, formaður Tinna Hallgrímsdóttir Starri Reynisson Sigurður Thorlacius Helga Númadóttir Rafn Helgason, varamaður Erla Guðný Helgadóttir, varamaður   Aðalfundurinn ályktaði einnig um eftirfarandi: a. Friðun Landgrunns Íslands Aðalfundur Ungra Umhverfissinna ályktar að félagið skuli beita sér fyrir því að Ísland friði landgrunn Íslands, þ.m.t. Drekasvæðið, gagnvart gas- og olíuleit- og vinnslu m.t.t. markmiða um kolefnishlutleysi Íslands 2030. b. Endurheimt votlendis Í ljósi mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi og röskun á lífríki sem því fylgir ályktar aðalfundur Ungra umhverfissinna að styðja aðgerðir og hvetja til endurheimtar votlendis á Íslandi.   Lagabreytingar sem voru samþykktar á fundinum: 9. gr. hljóði svo:“Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða. Við bætist ný 13. gr. í kafla V. um Aðalfund er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Lög félagsins í heild má sjá...

Aðalfundur 2018 – Lagabreytingatillögur

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð. Lagðar verða fram eftirfarandi lagabreytingatillögur: 9. gr. hljóði svo: “Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða.” Við bætist ný 13. gr. er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Viðburðurinn á...

Aðalfundur 2018 verður 14. apríl, laugardag

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð.   Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um starf félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn.   Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða en eins og flestir vita er meira en nóg að gera í umhverfismálum í dag, svo það er nóg af spennandi verkefnum fyrir alla áhugasama ;).   Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan) 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál   Lagabreytingatillögur skulu berast eigi síðar en 31. mars 2018 en samþykktir félagisns má nálgast á http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/. Hlökkum til að sjá ykkur! Viðburðurinn á Facebook...

Stjórn kjörin, 2017-2018

Á nýafstöðnum aðalfundi Ungra umhverfissinna þann 5. apríl 2017 var kjörin eftirfarandi stjórn fyrir starfsárið 2017-2018. Stjórnarmenn: Pétur Halldórsson, formaður Ástrós Jensdóttir Guðmundur Gíslason Erla Guðný Helgadóttir Starri Reynisson Varamenn: Anna Ragnarsdóttir Pedersen Brynja Sóley Skoðunarmaður Reikninga: Ísak Már Jóhannesson Við hlökkum til spennandi starfsárs en hópurinn er öflugur og margt spennandi er framundan. Hvetjum alla til að taka þátt og standa vaktina með okkur! Kær kveðja, Stjórn Ungra...

Aðalfundur 2017 – Viðbótarlagabreytingatillögur

Líkt og áður kom fram verður aðalfundur Ungra umhverfissinna haldinn kl.20:00 þann 5. apríl 2017 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í fundarherberginu á 2. hæð. https://www.facebook.com/events/1364091550280087/ Til viðbótar við þær lagabreytingatillögur sem hafa verið kynntar bætast tvær við og eru því lagabreytingatillögurnar fyrir fundinn eftirfarandi: 3. gr. verði breytt og hljóði svo: “Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.” 5. gr. verði breytt hljóði svo: “Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn. Öllum er frjálst að sitja opna fundi nema stjórn ákveði annað með 2/3 atkvæða.” Við bætist nýr 9. kafli sem nefnist Lagabreytingar og gildistaka. Í honum bætast við eftirfarandi greinar: “22.gr. Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast til stjórnar, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingatilögur eru sendar til aðildarfélaga ekki seinna en viku fyrir aðalfund. Lagabreytingar öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 atkvæðabærra eru samþykkir. 23.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.” Samþykktir félagsins má sjá hér: https://docs.google.com/document/d/1J9X43pt86ipL9mxEbS0SPH-uiDiKGucxGqo26N53ojc/edit?usp=sharing Kær kveðja, stjórn Ungra...

Aðalfundur 2017 verður 5. apríl n.k.

Aðalfundur Ungra umhverfissinna verður haldinn 5. apríl 2017 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í fundarherberginu á 2. hæð. Við hlökkum til að sjá sem flesta en það er margt spennandi framundan í starfi félagsins. Tvær lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn en þær snúa að því að gera aðild að félaginu óháða aldri svo félagið eigi kost á því að sækja um rekstrarstyrk hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Tillögurnar má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan) 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál Samþykktir félagsins má sjá hér: https://docs.google.com/document/d/1J9X43pt86ipL9mxEbS0SPH-uiDiKGucxGqo26N53ojc/edit?usp=sharing Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram: 3. gr. hljóði svo: “Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.” 5. gr. hljóði svo: “Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn. Öllum er frjálst að sitja opna fundi nema stjórn ákveði annað með 2/3 atkvæða.” Kær kveðja, stjórn Ungra...

Stjórnarbreyting

Fimmtudagskvöldið síðastliðið var haldinn opinn stjórnarfundur Ungra umhverfissinna og voru gerðar nokkrar breytingar á stjórnarfyrirkomulagi fyrir þetta tímabil. Þar sem þrír stjórnarmeðlimir sáu sér því miður ekki fært að sinna starfi með UU að þessu sinni var ákveðið að bæta enn í stjórnarsæti og fjölga nefndum. Nú hafa bæst við sex nýjir stjórnarmeðlimir og við bjóðum þau Önnu Ragnarsdóttur Pedersen, Pétur Halldórsson, Hrefnu Rós Helgadóttur, Elísu Þórisdóttur, Gyðu Dröfn Hjaltadóttur og Sólrúnu Ösp Jóhannsdóttir velkomin til starfa með okkur. Þorgerður María Þorbjarnardóttir hefur einnig ákveðið að sitja í stjórnarsæti í stað varamanns. Áfram verða haldnir opnir fundir sem meðlimir félagsins og utan þess gefst kostur á að mæta á og bjóða sig fram í nefndarstörf sem munu hefjast strax og færi gefst. Tekið er vel í allar hugmyndir og því fleiri sem hafa áhuga á starfinu því betra! Öll deilum við sömu hugsjóninnni um sjálfbærari og grænni framtíð og það er okkar að bregðast við saman! F.h. UU, Erla Guðný H.,...

Áskorun til útihátíða á Íslandi

Ungir Umhverfissinnar hafa sent eftirfarandi áskorun á 31 útihátíð á Íslandi. Sumarið er í nánd og þar af leiðandi einnig hinar ýmsu útihátíðir. Íslenskar tónlistarhátíðir stæra sig ósjaldan af því að vera grænar að því leytinu til að þær nota græna orku. Þrátt fyrir að orka úr endurnýtanlegum orkugjöfum sé vissulega jákvæð er engan veginn hægt að segja að hátíðarnar séu einstaklega umhverfisvænar. Þjóðhátíð í Eyjum, Eistnaflug, Secret Solstice og Bræðslan veita til að mynda engar upplýsingar á heimasíðum sínum um græna stefnu og virðast ekki hafa tekið skýra stefnu í umhverfismálum. Það liggur því í augum uppi að margt má betur fara varðandi þessi málefni. Umhverfisáhrif útihátíða eru að miklu leiti á ábyrgð þeirra sem halda hátíðina en tiltölulega auðvelt er að breyta til batnaðar og gera betur ár hvert. Sem dæmi um vel framkvæmanlega og áhrifaríka leið að umhverfisvænni hátíðum væri til að mynda að drykkir væru seldir í þokkalega þykkum plastglösum og myndu gestir þá borga aukalega fyrir glasið. Síðan væri hægt að fara aftur með glasið að merktum stöðum og fá peninginn til baka. Þetta hvetur fólk ekki einungis til að henda ekki drykkjarílátum sínum á jörðina heldur einnig að tína upp glös og halda umhverfinu snyrtilegu. Einnig ættu stjórnendur hátíða að vera dugmiklir við að benda gestum á umhverfisvæna möguleika. Það má til að mynda gera með því að hvetja fólk til þess að nota almenningssamgöngur, hafa sýnilegar flokkunnartunnur, skilti sem hvetja fólk til þess að virða umhverfið og halda svæðinu hreinu eða einungis fáeinar setningar á heimasíðunni, armböndunum eða miðunum. Ruslfok er mikið vandamál, til dæmis á þjóðhátíð í eyjum þar sem hátíðin...