Auka aðalfundur og kynning á starfi vetrarins: 19. sept 2019

/English below Auka aðalfundur Ungra umhverfissinna og kynning á starfinu okkar veturinn 2019-2020 verður haldinn fimmtudaginn 19. september kl. 20-22 í Reykjavík, nánari staðseting verður auglýst á næstunni. Ungir umhverfissinnar eru félag fyrir ungt fólk sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Við hvetjum til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um og taka þátt í starfi félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn. Opið er fyrir framboð í eitt varamannssæti í stjórn. Áhugasamir geta tilkynnt stjórn framboðið fyrirfram <umhverfissinnar@gmail.com> en einnig á fundinum sjálfum. Frambjóðendur sem ekki komast á fundinn geta sent mynd og ræðutexta sem verður lesinn upp. Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kynning á félaginu og dagskrá vetrarins 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 4. Kosning eins varamanns 9. Önnur mál Hlökkum til að sjá ykkur! Viðburðurinn verður haldinn á íslensku. Vinsamlegast hafið samband ef þörf er á táknmálstúlkun, ritun á töluðu máli upp á skjá (í beinni) eða öðru sem tengist aðgengi á viðburðinn Almennar aðgengisupplýsingar um Loft má nálgast hér: https://www.hostel.is/files/pdf/reykjavik-hostels/reykjavik_loft_hi_hostel_iceland_accessability.pdf Viðburðurinn á Facebook English: The Icelandic Youth Environmentalist Association’s (UU) AUKA General Assembly and the introduction of the winter schedule will be on September 19th, Monday, at Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík. We will be electing one extra boardmember, applications can be sent to <umhverfissinnar@gmail.com> or announced during the meeting. Program will be according to UU’s bylaws: http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/ 1. Presentation of the events of the winter 2. Vote...

Aðalfundur 2019 – Lagabreytingatillögur

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2019 verður mánudaginn 15. apríl kl.20 á Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík. Núverandi samþykktir Ungra umhverfissinna. Lagðar verða fram eftirfarandi lagabreytingatillögur: Nafn I. kafla verði: Nafn og varnarþing 1. gr. hljóði svo: Nafn félagsins er Ungir umhverfissinnar, skammstafað UU. Á ensku heitir félagið The Icelandic Youth Environmentalist Association. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Við bætist nýr II. kafli sem nefnist: Hlutverk og markmið Núverandi 2. og 3. gr. falli brott og í stað bætist við eftirfarandi greinar í II. kafla: gr. Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök og vettvangur fyrir ungt fólk í öllum landshlutum til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. gr. Starfsemi félagsins er málefnaleg og þverpólitísk. gr. UU lítur á fjölbreytni sem styrkleika og er félag fyrir alla unga umhverfissinna. Félagið leitast til að virkja alla félagsmenn til góðra starfa á vegum félagsins. Félagið hefur jafnrétti, jákvæðni og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi, jafnt gagnvart einstaklingum og samfélags- og menningarhópum. gr. UU nálgast umhverfismál frá öllum sjónarhornum og beitir sér fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi í samhengi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Nálgun félagsins er heildstæð og byggir m.a. á grunni vísinda, þekkingar á staðarháttum, sjónarmiða nærsamfélags, sameiginlegra hagsmuna mannkyns og réttinda náttúrunnar. gr. UU leggur áherslu á jafnrétti kynslóða hvað varðar aðgengi að náttúruauðlindum, jafnt á Íslandi sem og á heimsvísu. gr. UU er málsvari ungmenna í umhverfismálum gagnvart stjórnvöldum, atvinnulífi og samfélagi. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að: -Stuðla að vitundarvakningu og jafningjafræðslu ungs fólks (15-35 ára) um umhverfismál. -Hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál í samfélaginu almennt. -Valdefla ungt fólk í lýðræðisþátttöku og...

Aðalfundur 2019 verður 15. apríl, mánudag, kl.20 á Loft hostel

/English below Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2019 verður haldinn mánudaginn 15. apríl kl.20-23 á Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík. Áður en almenn fundarstörf hefjast mun Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og umhverfisverkfræðingur, halda fyrirlestur um vistferilsgreiningar. Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment, LCA) er stöðluð aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif vöru, þjónustu eða mannvirkis yfir allan vistferil (lífsferil) viðfangsefnis, allt frá framleiðslu hráefna til förgunar. Vistferilsgreiningar eru meðal annars notaðar til að meta kolefnisspor og vistspor. Ungir umhverfissinnar eru félag fyrir ungt fólk sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Við hvetjum til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um starf félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn. Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan) 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál Lagabreytingatillögur skulu berast eigi síðar en 1. apríl 2018 en samþykktir félagisns má nálgast á http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/. Hlökkum til að sjá ykkur! Viðburðurinn á Facebook /The Icelandic Youth Environmentalist Association’s (UU) General Assembly 2019 will be on April 15th, Monday, at Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík. Before the regular assembly program, Sigurður Thorlacius, secretary of UU and environmental engineer, will give a presentation on Life Cycle Assessments (LCA’s). Program will be according to UU’s bylaws: http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/ UU is a Non-Governmental Organization for youth to act on environmental...

Stjórn 2018-2019 kjörin á aðalfundi s.l. laugardag 14. apríl 2018.

Á aðalfundi Ungra umhverfissinna, s.l. laugardag 14. apríl 2018, var kjörin ný stjórn en hana sitja: Pétur Halldórsson, formaður Tinna Hallgrímsdóttir Starri Reynisson Sigurður Thorlacius Helga Númadóttir Rafn Helgason, varamaður Erla Guðný Helgadóttir, varamaður   Aðalfundurinn ályktaði einnig um eftirfarandi: a. Friðun Landgrunns Íslands Aðalfundur Ungra Umhverfissinna ályktar að félagið skuli beita sér fyrir því að Ísland friði landgrunn Íslands, þ.m.t. Drekasvæðið, gagnvart gas- og olíuleit- og vinnslu m.t.t. markmiða um kolefnishlutleysi Íslands 2030. b. Endurheimt votlendis Í ljósi mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi og röskun á lífríki sem því fylgir ályktar aðalfundur Ungra umhverfissinna að styðja aðgerðir og hvetja til endurheimtar votlendis á Íslandi.   Lagabreytingar sem voru samþykktar á fundinum: 9. gr. hljóði svo:“Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða. Við bætist ný 13. gr. í kafla V. um Aðalfund er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Lög félagsins í heild má sjá...

Aðalfundur 2018 – Lagabreytingatillögur

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð. Lagðar verða fram eftirfarandi lagabreytingatillögur: 9. gr. hljóði svo: “Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða.” Við bætist ný 13. gr. er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Viðburðurinn á...