Stjórn 2018-2019 kjörin á aðalfundi s.l. laugardag 14. apríl 2018.

Á aðalfundi Ungra umhverfissinna, s.l. laugardag 14. apríl 2018, var kjörin ný stjórn en hana sitja: Pétur Halldórsson, formaður Tinna Hallgrímsdóttir Starri Reynisson Sigurður Thorlacius Helga Númadóttir Rafn Helgason, varamaður Erla Guðný Helgadóttir, varamaður   Aðalfundurinn ályktaði einnig um eftirfarandi: a. Friðun Landgrunns Íslands Aðalfundur Ungra Umhverfissinna ályktar að félagið skuli beita sér fyrir því að Ísland friði landgrunn Íslands, þ.m.t. Drekasvæðið, gagnvart gas- og olíuleit- og vinnslu m.t.t. markmiða um kolefnishlutleysi Íslands 2030. b. Endurheimt votlendis Í ljósi mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi og röskun á lífríki sem því fylgir ályktar aðalfundur Ungra umhverfissinna að styðja aðgerðir og hvetja til endurheimtar votlendis á Íslandi.   Lagabreytingar sem voru samþykktar á fundinum: 9. gr. hljóði svo:“Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða. Við bætist ný 13. gr. í kafla V. um Aðalfund er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Lög félagsins í heild má sjá...

Aðalfundur 2018 – Lagabreytingatillögur

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð. Lagðar verða fram eftirfarandi lagabreytingatillögur: 9. gr. hljóði svo: “Atkvæðisrétt á almennum fundum hafa allir viðstaddir félagsmenn. Tillaga telst samþykkt hljóti hún meirihluta greiddra atkvæða.” Við bætist ný 13. gr. er hljóðar svo: “Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í félagið í viku eða lengur.” Við bætist ný 18. gr. er hljóðar svo: “Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og getur falið honum starfsmannahald.” Viðburðurinn á...

Aðalfundur 2018 verður 14. apríl, laugardag

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð.   Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um starf félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn.   Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða en eins og flestir vita er meira en nóg að gera í umhverfismálum í dag, svo það er nóg af spennandi verkefnum fyrir alla áhugasama ;).   Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan) 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál   Lagabreytingatillögur skulu berast eigi síðar en 31. mars 2018 en samþykktir félagisns má nálgast á http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/. Hlökkum til að sjá ykkur! Viðburðurinn á Facebook...

Stjórn kjörin, 2017-2018

Á nýafstöðnum aðalfundi Ungra umhverfissinna þann 5. apríl 2017 var kjörin eftirfarandi stjórn fyrir starfsárið 2017-2018. Stjórnarmenn: Pétur Halldórsson, formaður Ástrós Jensdóttir Guðmundur Gíslason Erla Guðný Helgadóttir Starri Reynisson Varamenn: Anna Ragnarsdóttir Pedersen Brynja Sóley Skoðunarmaður Reikninga: Ísak Már Jóhannesson Við hlökkum til spennandi starfsárs en hópurinn er öflugur og margt spennandi er framundan. Hvetjum alla til að taka þátt og standa vaktina með okkur! Kær kveðja, Stjórn Ungra...

Aðalfundur 2017 – Viðbótarlagabreytingatillögur

Líkt og áður kom fram verður aðalfundur Ungra umhverfissinna haldinn kl.20:00 þann 5. apríl 2017 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í fundarherberginu á 2. hæð. https://www.facebook.com/events/1364091550280087/ Til viðbótar við þær lagabreytingatillögur sem hafa verið kynntar bætast tvær við og eru því lagabreytingatillögurnar fyrir fundinn eftirfarandi: 3. gr. verði breytt og hljóði svo: “Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.” 5. gr. verði breytt hljóði svo: “Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn. Öllum er frjálst að sitja opna fundi nema stjórn ákveði annað með 2/3 atkvæða.” Við bætist nýr 9. kafli sem nefnist Lagabreytingar og gildistaka. Í honum bætast við eftirfarandi greinar: “22.gr. Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast til stjórnar, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingatilögur eru sendar til aðildarfélaga ekki seinna en viku fyrir aðalfund. Lagabreytingar öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 atkvæðabærra eru samþykkir. 23.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.” Samþykktir félagsins má sjá hér: https://docs.google.com/document/d/1J9X43pt86ipL9mxEbS0SPH-uiDiKGucxGqo26N53ojc/edit?usp=sharing Kær kveðja, stjórn Ungra...