Aðalfundur Ungra Umhverfissinna

Kæru Umhverfissinnar!

Nú er öðru starfsári Ungra umhverfissinna að ljúka. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 12. mars. Fundurinn verður settur kl. 20:00.

Ungir umhverfissinnar eru félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Við hvetjum til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Kosning formanns
6. Kosning 4 stjórnarmanna
7. Kosning 2 varamanna
8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga
9. Önnur mál

Einu skilyrðin fyrir því að bjóða sig fram eru að vera meðlimur í Ungum Umhverfissinnum, hægt er að skrá sig með því að senda nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst á umhverfissinnar@gmail.com. Einnig verður hægt að skrá sig á fundinum sjálfum.

Boðið verður upp á pitsu og gos.

Ef meðlimir hafa einhver önnur mál sem þeir vilja að rædd séu á aðalfundinum endilega sendið okkur póst á umhverfissinnar@gmail.com eða sendið okkur línu hér á facebook.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Kv. Stjórnin

Hér er linkur á eventinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/790037844414228/?ref_newsfeed_story_type=regular

Submit a Comment