Aðalfundur 2019 verður 15. apríl, mánudag, kl.20 á Loft hostel

/English below
Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2019 verður haldinn mánudaginn 15. apríl kl.20-23 á Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík.

Áður en almenn fundarstörf hefjast mun Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og umhverfisverkfræðingur, halda fyrirlestur um vistferilsgreiningar.

Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment, LCA) er stöðluð aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif vöru, þjónustu eða mannvirkis yfir allan vistferil (lífsferil) viðfangsefnis, allt frá framleiðslu hráefna til förgunar. Vistferilsgreiningar eru meðal annars notaðar til að meta kolefnisspor og vistspor.

Ungir umhverfissinnar eru félag fyrir ungt fólk sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum. Við hvetjum til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjumst fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um starf félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan)
5. Kosning formanns
6. Kosning 4 stjórnarmanna
7. Kosning 2 varamanna
8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga
9. Önnur mál

Lagabreytingatillögur skulu berast eigi síðar en 1. apríl 2018 en samþykktir félagisns má nálgast á http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/.

Hlökkum til að sjá ykkur! :)
Viðburðurinn á Facebook

/The Icelandic Youth Environmentalist Association’s (UU) General Assembly 2019 will be on April 15th, Monday, at Loft hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík.

Before the regular assembly program, Sigurður Thorlacius, secretary of UU and environmental engineer, will give a presentation on Life Cycle Assessments (LCA’s).

Program will be according to UU’s bylaws: http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/

UU is a Non-Governmental Organization for youth to act on environmental issues.

We look forward to seeing you! :)
Event on Facebook