Aðalfundur 2018 verður 14. apríl, laugardag

Aðalfundur Ungra umhverfissinna 2018 verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl.16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í Dómsalnum á 3. hæð.
 
Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á því að fræðast um starf félagsins, sem og að bjóða sig fram til stjórnar en í stjórn sitja formaður, 4 meðstjórnendur og 2 varamenn.
 
Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða en eins og flestir vita er meira en nóg að gera í umhverfismálum í dag, svo það er nóg af spennandi verkefnum fyrir alla áhugasama ;).
 
Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan)
5. Kosning formanns
6. Kosning 4 stjórnarmanna
7. Kosning 2 varamanna
8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga
9. Önnur mál
 
Lagabreytingatillögur skulu berast eigi síðar en 31. mars 2018 en samþykktir félagisns má nálgast á http://www.umhverfissinnar.is/samthykktir/.
Hlökkum til að sjá ykkur! :)