Aðalfundur 2017 – Viðbótarlagabreytingatillögur

Líkt og áður kom fram verður aðalfundur Ungra umhverfissinna haldinn kl.20:00 þann 5. apríl 2017 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í fundarherberginu á 2. hæð.
https://www.facebook.com/events/1364091550280087/

Til viðbótar við þær lagabreytingatillögur sem hafa verið kynntar bætast tvær við og eru því lagabreytingatillögurnar fyrir fundinn eftirfarandi:

3. gr. verði breytt og hljóði svo: “Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.”

5. gr. verði breytt hljóði svo: “Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn. Öllum er frjálst að sitja opna fundi nema stjórn ákveði annað með 2/3 atkvæða.”

Við bætist nýr 9. kafli sem nefnist Lagabreytingar og gildistaka. Í honum bætast við eftirfarandi greinar:
“22.gr.
Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast til stjórnar, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingatilögur eru sendar til aðildarfélaga ekki seinna en viku fyrir aðalfund. Lagabreytingar öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 atkvæðabærra eru samþykkir.
23.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.”

Samþykktir félagsins má sjá hér:
https://docs.google.com/document/d/1J9X43pt86ipL9mxEbS0SPH-uiDiKGucxGqo26N53ojc/edit?usp=sharing
Kær kveðja,
stjórn Ungra umhverfissinna