Aðalfundur 2017 verður 5. apríl n.k.

Aðalfundur Ungra umhverfissinna verður haldinn 5. apríl 2017 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, í fundarherberginu á 2. hæð. Við hlökkum til að sjá sem flesta en það er margt spennandi framundan í starfi félagsins. Tvær lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn en þær snúa að því að gera aðild að félaginu óháða aldri svo félagið eigi kost á því að sækja um rekstrarstyrk hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Tillögurnar má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram 4. Lagabreytingar (sjá fyrir neðan) 5. Kosning formanns 6. Kosning 4 stjórnarmanna 7. Kosning 2 varamanna 8. Kosning 1 skoðunarmanns reikninga 9. Önnur mál Samþykktir félagsins má sjá hér: https://docs.google.com/document/d/1J9X43pt86ipL9mxEbS0SPH-uiDiKGucxGqo26N53ojc/edit?usp=sharing Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram: 3. gr. hljóði svo: “Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að vitundarvakningu ungs fólks (15-30 ára) um umhverfismál og skapa grundvöll fyrir umræðu og skoðanaskipti um málefnið.” 5. gr. hljóði svo: “Allir sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta verið félagsmenn. Öllum er frjálst að sitja opna fundi nema stjórn ákveði annað með 2/3 atkvæða.” Kær kveðja, stjórn Ungra...