Stjórnarbreyting

Fimmtudagskvöldið síðastliðið var haldinn opinn stjórnarfundur Ungra umhverfissinna og voru gerðar nokkrar breytingar á stjórnarfyrirkomulagi fyrir þetta tímabil. Þar sem þrír stjórnarmeðlimir sáu sér því miður ekki fært að sinna starfi með UU að þessu sinni var ákveðið að bæta enn í stjórnarsæti og fjölga nefndum. Nú hafa bæst við sex nýjir stjórnarmeðlimir og við bjóðum þau Önnu Ragnarsdóttur Pedersen, Pétur Halldórsson, Hrefnu Rós Helgadóttur, Elísu Þórisdóttur, Gyðu Dröfn Hjaltadóttur og Sólrúnu Ösp Jóhannsdóttir velkomin til starfa með okkur. Þorgerður María Þorbjarnardóttir hefur einnig ákveðið að sitja í stjórnarsæti í stað varamanns. Áfram verða haldnir opnir fundir sem meðlimir félagsins og utan þess gefst kostur á að mæta á og bjóða sig fram í nefndarstörf sem munu hefjast strax og færi gefst. Tekið er vel í allar hugmyndir og því fleiri sem hafa áhuga á starfinu því betra! Öll deilum við sömu hugsjóninnni um sjálfbærari og grænni framtíð og það er okkar að bregðast við saman! F.h. UU, Erla Guðný H.,...