Áskorun til útihátíða á Íslandi

Ungir Umhverfissinnar hafa sent eftirfarandi áskorun á 31 útihátíð á Íslandi. Sumarið er í nánd og þar af leiðandi einnig hinar ýmsu útihátíðir. Íslenskar tónlistarhátíðir stæra sig ósjaldan af því að vera grænar að því leytinu til að þær nota græna orku. Þrátt fyrir að orka úr endurnýtanlegum orkugjöfum sé vissulega jákvæð er engan veginn hægt að segja að hátíðarnar séu einstaklega umhverfisvænar. Þjóðhátíð í Eyjum, Eistnaflug, Secret Solstice og Bræðslan veita til að mynda engar upplýsingar á heimasíðum sínum um græna stefnu og virðast ekki hafa tekið skýra stefnu í umhverfismálum. Það liggur því í augum uppi að margt má betur fara varðandi þessi málefni. Umhverfisáhrif útihátíða eru að miklu leiti á ábyrgð þeirra sem halda hátíðina en tiltölulega auðvelt er að breyta til batnaðar og gera betur ár hvert. Sem dæmi um vel framkvæmanlega og áhrifaríka leið að umhverfisvænni hátíðum væri til að mynda að drykkir væru seldir í þokkalega þykkum plastglösum og myndu gestir þá borga aukalega fyrir glasið. Síðan væri hægt að fara aftur með glasið að merktum stöðum og fá peninginn til baka. Þetta hvetur fólk ekki einungis til að henda ekki drykkjarílátum sínum á jörðina heldur einnig að tína upp glös og halda umhverfinu snyrtilegu. Einnig ættu stjórnendur hátíða að vera dugmiklir við að benda gestum á umhverfisvæna möguleika. Það má til að mynda gera með því að hvetja fólk til þess að nota almenningssamgöngur, hafa sýnilegar flokkunnartunnur, skilti sem hvetja fólk til þess að virða umhverfið og halda svæðinu hreinu eða einungis fáeinar setningar á heimasíðunni, armböndunum eða miðunum. Ruslfok er mikið vandamál, til dæmis á þjóðhátíð í eyjum þar sem hátíðin...