Peoples climate march

Á Sunnudaginn marserar fólk um allan heim í loftslagsgöngum – people’s climate march – og það ætlum við hér á Íslandi að gera líka til að minna stjórnvöld á vilja hins almenna borgara! “Þann 21. september mun almenningur fylkja liði um allan heim til að krefjast þess að gripið verði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið leiðtogum þjóðríkja heims til fundar í New York þann 23. sept. til þess að liðka fyrir að samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði náð á næstu loftslagsráðstefnu SÞ í París í lok árs 2015. Til þess að undirstrika kröfur okkar um að stjórnvöld axli ábyrgð, taki ógnina sem felst í loftslagsbreytingum alvarlega og grípi til aðgerða, munum við taka þátt í þessum alheimsviðburði með kröfugöngu og útifundi í Reykjavík” Við hvetjum því alla sem eiga tök á að mæta að láta sjá sig! Einnig hvetjum við þá sem komast ekki en vilja mæta að sýna stuðning sinn í því litla verki að melda sig á viðburðinn, bjóða vinum og vandamönnum og öllum öðrum líka að koma! Sameinuð getum við svo...